sunnudagur, 13. júlí 2008

Flogin!

Jamm, nú skal haldið í'ann. Garðurinn flottur, 70 fermetrarnir málaðir og húsið hreint. Við besti helmingurinn tékkum okkur út og pössunarhúsflugurnar tékka sig inn. Á næstunni ætla ég að liggja og lesa, skoða mannlífið, borða góðan mat, stinga táslunum í sjóinn og drekka kaldan öl klukkan 5! Þegar ég kem heim verð ég sælleg og hraust og tilbúin til að takast á við nánast hvað sem er. Elskurnar mínar, ekki gleyma að kíkja í kaffi til hennar dóttlu minnar í Ameríku þann 17. júlí. Þá á hún afmæli og hún á örugglega góða köku að smjatta á. Þar til næst...

8 ummæli:

Ameríkufari segir fréttir sagði...

Góða ferð út elsku mamma og pabbi. Mikið á ég eftir að sakna ykkar-það er bara annað þegar fjarlægðin er önnur en USA/Ísland svo ég hlakka mikið til að heyra í ykkur frá Espana.
Ég elska ykkur og góða ferð og mest af öllu-góða skemmtun.

Nafnlaus sagði...

Góða ferð í sólina og skemmtið ykkur vel.
Kær kveðja,

Nafnlaus sagði...

Þú ert farin og ég er komin...

Góða skemmtun, og hafið það gott!!!

Kv,
B

Nafnlaus sagði...

Pantið ykkur stóra "coco-loco", setjist undir strásólskyggni og horfið á sólarlagið...

njótið frísins í botn!!
bestu kveðjur

Nafnlaus sagði...

góða ferð!

Nafnlaus sagði...

Góða ferð í sólina og njóttu lífsins á Spáni.
Kveðja, Elsa Lára.

Syngibjörg sagði...

Habbðu það gott í sólinni.

Nafnlaus sagði...

Heil og sæl!
Hvernig er það eruð þið ekkert að koma til baka eða hvað. Það er svo langt síðan síðasta blogg var skrifað. En annars njóttu bara lífsins með táslurnar í sandinum það er ekkert betra.... Hlakka til að sjá frá þér næstl..Kveðjur héðan úr rigningunni í DK Svava