sunnudagur, 15. febrúar 2009

Ég lagði land undir fót...

Eða þannig, er á fjórum tæknilega séð og ofan í kaupið var farið fljúgandi. Til Reykjavíkur höfum við bestimann ekki komið í rúma 6 mánuði. Núna rötuðum við um allt því lítið hefur farið fyrir mannvirkja/gatnagerð á þessum tíma. Tilefnið: jú, minn bestimann á feiknarfínt afmæli bráðlega og því var lagt í stórferðalag! Sáum Hart í bak, og erum enn uppnumin. Sennilega hefur Jökull verið á forspár, svo vel eldist inntak sýningarinnar. Mikið vildi ég að Davíð nokkur gæti staðið upp og sagt: Ég skulda Guði ekki neitt, en ég skulda þjóðinni skip.--- Mjög sterkt.--- Þar sem ég þvoði nýju fínu píanógleraugun mín (auðvitað óvart) á 60 gráðum þurfti ég að versla ný, og það tókst. Eitthvert búðarráp reyndi ég en hafði lítið uppúr krafsinu nema slatta af SALTKJÖTI og buff á snúðana mína í Ameríku! Jájá, ég bar saltkjöt með mér heim! Hittum yndislegt fólk og fórum á fimmta þorrablótið á yfirstandandi Þorra, og er ég því gjörsamlega útpunguð það sem eftir lifir árs. Að fara á þorrablót brottfluttra Hornfirðinga var mikil skemmtun, eitt allsherjar ættarmót þar sem fólk stendur saman. Náði líka að hitta góðan vin sem útsetti lag fyrir kvartettinn minn og hlakka ég til að byrja að vinna það í vikunni. Síðasta vika var mikil músík vika, og sú næsta stefnir í annað eins ásamt saltkjötsáti og afmælissöng. Þar til næst bið ég ykkur vel að lifa.

13 ummæli:

Ameríkufari segir fréttir sagði...

Mamma mín, þú veist að það er til svona gleraugnasprey..huhummmm:/ Þú minnir mig svolítið á karakter einn sem kallaður var Kramer og var í Seinfeld þáttunum-hann þvoði fötin sín OG þvoði salatið í sturtunni..ætlarðu nokkuð að taka upp á því? Nei en án gríns-þetta var leiðinlegt að þetta skyldi gerast. Gott að heyra að þið skemmtuð ykkur vel fyrir sunnan..ég hefði svo viljað vera þarna með ykkur.sofið vel og takk fyrir bréfkornið. luf jú, Svanfríður.

Egga-la sagði...

Já ég vildi sko líka fara á þorrablot hornfirðinga í höfuðborginni þrátt fyrir að ég hata þorramat af ákefð. Myndi bara taka með mér nesti.

Nafnlaus sagði...

Bestu kveðjur og hafðu það gott Gulla mín. Kv. Elsa Lára.

Blinda sagði...

Til hamingju með bestimann - frétti að hann ætti stórafmæli í dag. Til lukku með ykkur bæði.
Knús og kossar úr borg óttans :)

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með bóndann;)

Nafnlaus sagði...

úps gleymdi að kvitta...kveðjan er frá Helgu Sigurbjörgu

Elísabet sagði...

innilega til hamingju með kallinn þinn, og hvort annað:)

Nafnlaus sagði...

Á bestimann sama afmælisdag og ég ???? 17. feb :)
Ég átti ekkert stórafmæli þetta árið .... það eru 3 ár síðan ég hélt fjölmenna veislu í sal FÍH. Þar var mikið sungið og hlegið, etið og sungið.
En ég var að rekast inn á bloggið þitt í dag og kysstu nú bóndann frá mér Gulla mín.
Bestustu kveðjur úr Aðaldal.
Gróa.

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með bestamann. Það er mikil blessun að hafa einn slíkan sér við hlið.
Kær kveðja,

Syngibjörg sagði...

Síðbúnar afmæliskveðjur frá Vestfirðingnum.
Það er greinilega ýmislegt sem fer í þvóttavélina....ég tók út úr minni ekki fyrir svo löngu síðan, eitt stykki gsm síma. En það er alltaf svo gott að koma aftur heim í rólegheitin og finna hversu mikil blessun það er að búa annarsstaðar en í borginni.

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með bóndann. Það er aldrei of mikið af þorramat. Þar sem afi var í sveit (hjá borgarstjóranum) var stór áma í kjallaranum með ýmsu súrmeti. Þetta var borðað af og til fram eftir sumri. Þar lærði polli af mölinni að meta súrt og sætt.

Nafnlaus sagði...

I will not agree on it. I think nice post. Specially the title attracted me to study the whole story.

Nafnlaus sagði...

Amiable post and this enter helped me alot in my college assignement. Gratefulness you on your information.