miðvikudagur, 18. mars 2009

Af gefnu tilefni...

Las bloggfærslu hjá einni af "útrásardömunum" í Ameríku á dögunum. Sléttubúinn Stella hefur alltaf eitthvað að segja og rann upp fyrir mér við lesturinn mikið "ljós", eða þannig. Dóttla mín bætti svo um betur, og því er þessi upprifjun. Í mínum kolli er hún bráðfyndin, en það er misjafn smekkur mannanna, ég tala nú ekki um þegar klósett og alls kyns óhöpp eru annars vegar. Fyrir nokkrum árum fór ég í tónleikaferðir til Ítalíu með sitt hvorum kórnum. Þekkti lítið til Reykjavíkur kórsins en small afar vel í hópnn frá fyrsta degi. Við héldum t.d. tónleika í Markúsarkirkjunni í Feneyjum og var það mikið "upplifelsi", en illa gekk mér að kveikja á orgelinu sem var nota bene í mikilli hæð frá gólfi guðsmannanna. Með lagni tókst það í tíma og allt fór vel. Á þeysireið milli tónleikastaða þurfti oft að stoppa á vegasjoppum og leyfa fólki að fara á klósett. Þar lærði ég ýmislegt. Þetta var ekki auðvelt því ég er afar viðbrigðin og ekki frá á fæti. Þegar ég var búin að læra að skrúfa frá krana á einum stað var það allt öðruvísi á þeim næsta. Þegar ég var búin að læra á handþurrkurnar birtust alltaf nýjar og nýjar græjur á þeim næsta. Verst voru sjálfsturtandi klósettin, þá gjörsamlega þyrlaðist ég upp af dollunni með tilheyrandi hljóðum. ---Leið svo þessi ferð, en ég beið á flugvellinum eftir næsta kór og þóttist þá fær um allt, og voru klósett og orgel þar meðtalin. Önnur yfirreið hófst og nú gat ég miðlað af reynslunni. Byrjum á Markúsarkirkjunni. Þar kunni ég sko á orgelið. Nú brá svo við að kórinn stóð á gólfi guðsmannanna 40 metrum neðar, og ekki einu sinni í sjónlínu. Lítill hátalari var í orgelinu þar sem ég heyrði óm, en hafði hjálparmann sem sá niður og benti mér til og frá svo að allt gengi upp. Í þessari seinni yfirreið gekk mér akkúrat ekkert að kenna fólkinu á téð klósett og vaska, því aldrei var þetta eins. Mér varð allri lokið og tók þessu eins og hverju öðru hundsbiti. Á einum stað stuttu fyrir tónleika spurði ég "vörðinn" hvar klósettið væri: Konan hans kom og leiddi mig upp og niður margar margar tröppur og endaði úti á götu. Þar gengum við góðan spöl og ég skyldi konuna alls ekki og var farin að efast um tilurð ferðarinnar. Loksins komum við á slökkvistöðina og mér bent á klósett. Þegar inn var komið blasti við mér hola í gólfið.....Kommmon, ég þekki holur, en ég var í síðum konsertkjól með mínar hækjur og stóð bara þarna eins og þvara. Beið smástund, kom síðan út, brosti breitt og þakkaði fyrir mig.--- Ópissuð --Ég er ekki viss um að ég myndi þiggja konsertferð til staða þar sem klósettmenningin er á erfiðara plani en þessi á Ítalíu. Svona er ég mikil "dama" eða kannski bara gunga.---Lífið á Hólabrautinni gengur sinn vanagang við leik og störf, aðallega þó störf. Þar til næst bið ég ykkur að ruglast ekki á smokkasjálfsala og lofthandþurrku á almenningssalernum!

8 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ha,ha,ha. Alltaf góð. Það þarf sem sé að hafa með sér kopp í poka ef maður ætlar til Ítalíu. Ég reyni að muna það.
Líði þér alltaf vel Guðlaug mín
Kær kveðja,

Nafnlaus sagði...

dásamlegt, alveg ótrúlegt hve ómenningarlegir ítalarnir reyndust eftir að hafa verið fyrstir með svo margt, ha...

við gætum sett upp fésbókarsíðu er sendi út aðvaranir fyrir ferðamenn um sturtu og klósettmenningar út um allan heim...

bestu kveðjur

Ameríkufari segir fréttir sagði...

hahahaha-en mamma, þú gleymdir klósettferðinni á landamærum Búlgaríu og Tyrklands þar sem allir migu úti vegna ógeðsins inni! :)hahahahaha
luf jú.

Nafnlaus sagði...

Yndislegar klósett sögur! Kannski ítölsku salernin hafi ekki staðist miðjumat og séu mun betri eftir lokamat...........Ha,ha,ha

Nafnlaus sagði...

ánægjuleg lesning um klósettferðir:D

Egga-la sagði...

ha ha hef líka lent í þessu á ítalíu. Ég fór út ópissuð því gelgjan ég fattaði ekki að þetta væri klósett og ég bara fór út hissa á þessu öllu saman. Svo hef ég líka pissað úti á Roskildefestival fyrir framan 80 þús manns því það var skömminni skárri en að pissa á kömrunum!!! Það sem maður hefur lagt á sig:-)

Ameríkufari segir fréttir sagði...

Eru athugasemdir leyfðar ef maður er undir áhrifum? tííhíhí:)

Nafnlaus sagði...

Hó hó hjartans mín! mamma