þriðjudagur, 3. mars 2009

Og lífið gengur sinn gang.

Stórbloggarinn ég er sest niður og veit varla hvað á að skrifa. Ekki get ég endalaust talað um vinnuna mína, en það er nóg af henni þessa dagana. Veit það eitt að ég vildi ekki stunda mína vinnu með stórt heimili og þakka Guði fyrir stuttar vegalengdir. Er að átta mig á að í raun hef ég ekkert að segja nema eitthvað sem tengist tónlist. Nenni ekki að tjá mig um landsmálin -- skil þau ekki og nenni ekki að horfa á tíufréttir eftir góðar söngæfingar. Finnst mér þá dagurinn jafnvel ónýtur ef ég læt glepjast. Svona sting ég hausnum í sandinn og held áfram á mínum hraða. Tala við dóttluna og hennar snúða áður en ég skríð í rúmið og er það best. Ég get næstum snert þau í litla bláa húsinu í gegnum skybið, og reglulega sýni ég þeim útskriftina af farseðlum okkar bestamanns vestur! Þannig tel ég niður. Tíminn þangað til líður hratt, svo mikið veit ég.--- Um næstu helgi verður hin árlega norðurljósa-blús-hátíð haldin á Höfn og kennir þar margra grasa. Mugison feðgar spila og elda ofan í þá sem vilja og það verður blúsað um allan bæ af allskyns blússpekúlöntum. Ég er ekki frá því að blúsinn sitji enn í eyrunum á mér síðan í fyrra, og læt það kannski bara duga. Varla nenni ég á tónleika með tappa í eyrunum.-- Síðan síðast hefur lífið semsagt gengið sinn vanagang með gleði og sorg og tek ég þátt í því öllu. Þegar gleði ríkir í litla bænum mínum taka allir þátt í því og einnig þegar sorgin drepur á dyr. Það er það sem gerir lítið samfélag að góðu samfélagi. Þar til næst bið ég ykkur að fara varlega.

7 ummæli:

Ameríkufari segir fréttir sagði...

Veistu hvað væri frábært ef hægt er? Að ég, þú og Eyjólfur færum öll að sjá Mary Poppins á sviði inni í Chicago þegar þú kemur! Geturðu ímyndað þér svipinn á Eyjólfi ef hann sæi Mary sjálfa á sviði????Luf jú.

Nafnlaus sagði...

Væri það hægt?!!! mamma

Nafnlaus sagði...

hvenær komið þið út?

(ég sá mary poppins auglýsta sýnda hér á sviði milli 11 mars og 17 maí)

Ameríkufari segir fréttir sagði...

Ohh bara til 17.maí? Þau koma í júní.

Nafnlaus sagði...

DJÖ.....mamma

Nafnlaus sagði...

sem smá sáluhjálp þá voru miðarnir auglýstir á bilinu 75-119$ stykkið...
hvað á að stoppa lengi í ameríku? (svona ef ég skildi láta mér detta til hugar að fara aftur "austurfyrir" á suðurleiðinni í sumar)

Nafnlaus sagði...

Mikið vildi ég að litli fallegi bærinn ykkar með allri sinni tónlist og skemmtilegheitum væri svolítið nær svo það væri auðveldara að fá að njóta með ykkur.
Mikið samgleðst ég ykkur að fjölskyldan á Fróni og sú í litla bláa húsinu í USA skuli hittast í vor og sumar. Vonandi getið þið séð Mary Poppins með Eyjólfi.
Jæja nú er ég búin að skrifa allt of langt komment.
Kær kveðja Guðlaug mín til þín og bestamanns.