föstudagur, 3. apríl 2009

Ég er hrútur!

Sem hrútur ligg ég ekki á þeirri staðreynd að ég á afmæli 4. apríl. Til hamingju ég sjálf! Ég er 58 ára og er stolt af hverju ári og hverju gráu hári. (sem ég fel þó undir strípum) Að vera fæddur í hrútsmerkinu er bara gott, en hann er ekki allra og er nokkuð frekur. Fer þó betur með frekjuna eftir sem árin verða fleiri og umburðarlyndið verður meira. Þó er ljóður á þessu merki ef marka má alfræðibók um þetta annars ágæta stjörnumerki. Þar stendur orðrétt: "það er einkennandi fyrir konur í hrútsmerkinu að hafa eymsli í hnjáskeljum" Í stuttu máli hlýtur þetta að vera sannleikanum samkvæmt, því báðar mínar eru farnar. Segið svo að ekki megi trúa á alfræðisannleikann! Það er gott að eiga afmæli og vera sáttur við allt og alla. Ég á góðan bestamann, góða dóttur og tengdason og 2 yndislega ömmustráka. Þessi djásn mín sjáum við bestimann innan tíðar. En nú fer ég fram á að þið þarna úti syngið fyrir mig afmælissönginn það hátt að hann heyrist til Hornafjarðar. Þar til næst.

12 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með afmælið !

Kveðja í bæinn,
Guðrún Sigfinns

Stella sagði...

Til hamingju með afmælið - já þið hrútar eruð alveg ágætir... ég á tvo, bóndann og litla tíu ára gaurinn sem líka fagnar alltaf sínu afmæli þann fjórða apríl...

hafðu það gott í dag, sem og alla aðra daga...

Þóra Marteins sagði...

Til hamingju með afmælið :)

Kær kveðja
Þóra

Nafnlaus sagði...

Hjartanlegar hamingjuóskir með daginn Gulla mín. Þú átt örugglega góðan dag með þínum bestemann, bið að heilsa Þórunn

Ragna sagði...

Ég óska þér innilega til hamingju með afmælið, lífið og tilveruna Guðlaug mín.
Kær kveðja,

Elísabet sagði...

innilega til hamingju frú hrútur! hann Hjálmar minn er sko líka hrútur og verð ég því að segja að ég elska hrúta svona heilt yfir:)

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með afmælið frænka ..

Kveðja úr borginni ..

Inda og co

Ameríkufari segir fréttir sagði...

Auðvitað á ekkert að liggja á afmælisdeginum sínum:) Aftur til hamingju með afmælið elsku mamma mín.Ég frétti að þið Bert hefðuð spjallað saman og það var gott að heyra.Annars eru grallararnir komnir undir sæng og voru búnir á því þegar þangað kom.Nú fylgi ég þeim líka en bið þig góðrar nætur og góðra drauma eftir vonandi góðan afmælisdag.Ég elska þig.Svanfríður.

Íris Gísladóttir sagði...

Til hamingju með daginn í gær

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með daginn :D

Egga-la sagði...

Til hamingju með daginn um daginn.

Blinda sagði...

Jiiiii og ég klikkaði á að óska samhrútnum til lukku. Well, geri það þá bara hér með - en veistu - ég verð að viðurkenna þetta með hnéskeljarnar - hins vegar hef ég alltaf álitið mig ákveðna, ekki freka - vegna þess að ég er aldrei að böðlast í mína þágu skilurðu ;) Koss á HFjörðinn