laugardagur, 3. október 2009

Það sem er títt.



Allt í einu fór sumarið og vetur gekk í garð, eða þannig. Á einum sólarhring gerðist það. Núna er búið að ganga frá skálanum fyrir veturinn, en rósir geta þó prýtt borðin hér fram eftir vetri.--- Af skutlumálum er það að segja að ég verð ekki skutla á vegum TR. Er ekki með "rétta" fötlun, ekki lömuð fyrir neðan eða ofan einhvern hryggjarlið o.sv.frv. og á bíl í þokkabót! Regluverkið, smáa letrið og orð fulltrúa stofnunarinnar er með ólíkindum, en ekki get ég deilt við dómarann. ( Búin að reyna) Ég tek bara lán hjá Alþjóðagjald..... (of leiðinlegt orð til að skrifa), kaupi mér skutlu og get ráðið litnum sjálf. Ykkur að segja verður hún rauð. Draumurinn verður að rætast. ---Ég er ekki mikið fyrir vetrarferðir en ákvað fyrir löngu að skreppa norður á Akureyri um næstu helgi að hitta skólafélaga. Veðurspáin framundan er hinsvegar þannig að ekki líst mér á'ann! Týpískt þegar veðurkrákan ég ætla að leggja land undir hjól.... en við sjáum til. Lífið er harla gott og sviðasultan heppnaðist vel takk fyrir. Kennslan og kóravinnan er á sínum stað svo ég get ekki kvartað, en er þó spæld yfir að borg dóttlu minnar fékk ekki Ólympíuleikana. Mikið hvað ég vildi verða kóngur einn dag, en þar til næst sendi ég ljúfar yfir og er glöð yfir að sjá að fyrrum góðir bloggvinir eru mættir aftur á ritvöllinn.

9 ummæli:

Ameríkufari segir fréttir sagði...

Þú semsagt færð ekki skutluna?Skiptir engu máli allt sem þú hefur þurft að ganga í gegnum í gegnum tíðina og að fæturnir á þér eru eins og þeir eru?Djöfullinn.Þið Valli Hjartar hefðu nefnilega verið flott saman!
Kuldaleg er Hólabrautin svona að sjá hana en alltaf hlýtt að lesa skrifin þín elsku mamma.Lof jú.

Nafnlaus sagði...

Við Valli förum samt saman í gtöngutúr og verðum áfram flott, því skutlu skal ég eignast. Ég ætla að bjóða snúðunum mínum for a drive næsta sumar. Love you too. Mamma

baun sagði...

Vegir TR eru órannsakanlegir. Leiðinlegt að þú skulir ekki fá skutluna gegnum þá, en er ekki málið að reyna að safna fyrir henni, þótt það taki kannski heilt ár? Þetta eru svo sniðug tæki.

Íris Gísladóttir sagði...

Reglugerðir TR eru stundum óskiljanlegar segi ekki meira. En þú verður flott á rauðri skutlu í rauðu stígvélunum!

Vá hvað rósirnar þínar eru fallegar.

Syngibjörg sagði...

Mig langar í svona rósir:-)
En óréttlætið á sér engin takmörk, vona að þú eignist þetta farartæki hvernig sem þú ferð að því.
Hafðu það gott í dag:-)

Nafnlaus sagði...

Mörg er raunin og mannana bölið. En góðaskapið bætir allt og kætir. Kveðja afi og gangi þér vel í þessu amstri þínu.

Frú Sigurbjörg sagði...

Takk fyrir innlitið og kvittið Guðlaug.
Rósirnar eru dásamlegar og rautt er málið: )

Ragna sagði...

Mikið er ég reið að heyra um afgreiðslu TR á skutlunni þinni. Bara alveg urrandi reið.
Vonandi leysast þó málin farsællega.
Kær kveðja

Lífið í Árborg sagði...

Það er víst ekki auðvelt að deila við TR, það hef ég oft heyrt. En þú lætur þetta ekki stöðva þig, bara að byrja að safna og hlakka til.