mánudagur, 14. júní 2010

Fari það og veri!

Eldhúsdagsumræður og HM! --- Hvað gerir maður ef eldhúsmellustimpillinn á ekki við og er ekki með .. veikina, nú eða aðrar stöðvar? Pirrar sig á ósköpunum en heldur út í garðskála og drepur fáeinar grænar pöddur, en samt á umhverfisvænan hátt. (ef spritt telst umhverfisvænt) Pensillinn verður mundaður á morgun og góðir gestir koma í hús. Þá ætla ég að gefa þeim steiktan þorsk með kartöflumús og miklu hvítvíni. Sorrý, tók bara úr frystinum nóg fyrir okkur, þið fáið bara seinna. Þar til næst.

4 ummæli:

Ameríkufari segir fréttir sagði...

Hverjir eru að koma?

Nafnlaus sagði...

Kolla og Óli.

Nafnlaus sagði...

Ég sjálf. Kolla og Óli

Íris Gísladóttir sagði...

Gangi þér vel í pöddudrápinu. Svo sammála þér með sjónvarpsefnið, er sem betur fer með skjá einn líka