sunnudagur, 20. júní 2010

Í boði hússins.











Nú er ég farin að telja niður, og er ofvirk í talningunni. ( Hættu að telja, þetta er ég Svanfríður mín!) Dagarnir eru góðir og veðrið eins og best gerist. Allt er í blóma og mannlíf gott. Í gær var svo gott veður að það minnti helst á útlönd. Þá skrapp ég út með myndavélina og myndaði í bak og fyrir, ætla að hlýja mér við að skoða þær þegar veður verða válynd. Núna hef ég þetta allt "sprell alive"! Við bestimann föndruðum svolítið í fyrrakvöld í tilefni þess að myntkörfulánin ku vera ólögleg, og byggðum nokkur hús. Ekki eru þau slétt og felld, en hver segir að allt verði að vera þannig? Álfabjálfinn á einni myndinni var svo ómótstæðilegur og skömmustulegur að ég varð hreinlega að eigna mér hann og hengja upp öðrum álfum til viðvörunar.
Hann er búinn að lofa bót og betrun, en uppi skal hann hanga þar til í haust. 7 ungar eru komnir í hreiðri máríerlunnar við kirkjuna í Lóni, og vei þrestinum ef hann stelur svo mikið sem einum eins og hann gerði hér um árið. --- Sprittið dugði vel á þær grænu sem létu sjá sig í rósaskálanum, sennilega hafa þær dáið áfengisdauða greyin. Skrítið, en mér slétt sama. Næst þegar ég skrifa verður gullregnið komið í blóma. Þar til sendi ég ljúfastar yfir.



6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Frábærar myndir og mikið skil ég vel að þú teljir niður :) Það verður yndislegt fyrir ykkur að hittast; þið, Svanfríður og strákarnir. Njótið þess að eiga góðan tíma saman. Kærar til ykkar. Elsa Lára.

baun sagði...

Ég heyrði ráð við blaðlús og öðrum smápöddum: Sjóða tóbak í vatni og spreia yfir plöntuna. Mér var tjáð að þetta steindræpi pöddur.

Lífið í Árborg sagði...

Mikið eru rósirnar þínar fallegar, álfurinn og húsin skemmtileg.
Ég hef ekki heyrt þetta með sprittið á þær grænu, verð að prófa það þær eru grænar, rauðar og í öllum litum hérna. Bestu kveðjur og þakkir fyrir heimsóknirnar.

Íris Gíslad sagði...

Fallegar eru rósirnar þínar. Húsin finnst mér æðisleg. Reikna með að nú sért þú farin að telja mínúturnar þar til gestirnir koma í hús. Þá verður líflegt í kotinu.

Frú Sigurbjörg sagði...

Ég sá maríuerluhreiður í viðbyggingu foreldra minna þar síðustu helgi, á laugardeginum, og þeir flugu úr hreiðrinu á sunnudeginum. Það var einstök upplifun.

Nafnlaus sagði...

very nice house ... "BONJOUR" from a french guys