laugardagur, 26. júní 2010

Rignir gulli!

Jæja, þetta er að hafast, Gullregnið að opna sig og gullin mín lenda á morgun.
Ég er nánast að fara á límingunni, og finnst mér ég vera eins og lítill krakki að bíða eftir jólunum. Bara að sofa tvisvar! Krossa fingur að dóttlunni minni og litlu gullunum gangi vel á ferðalaginu. --- Annars allt gott að venju hér á Hólabrautinni, og má ég til með að segja frá því að minn kæri einhverfi nemandi fékk 88 stig á grunnprófinu. --- Segi og skrifa.--- Kæru vinir út um allt, nú ætla ég að að njóta þess að vera amma, mamma og "allskonar" þar til næst.

6 ummæli:

baun sagði...

Gullregn er svo fallegt og fallegt að hlakka til líka:)

Íris Gíslad sagði...

Gullregnið er flott. Njóttu þess svo í botn að hafa gullin þín hjá þér.

Ragna sagði...

Til hamingju með nemandann þinn, þetta er stórsigur hjá ykkur báðum.
Hafið það alveg rosalega gott með Svanafríði og strákunum. Kær kveðja til ykkar allra.

Ragna sagði...

Æ, fyrirgefðu stafsetningarvilluna,auðvitað átti að standa Svanfríði en ekki Svanafríði.

Nafnlaus sagði...

Njótið samvistanna öll sömul;-)
kv. Helga Sigurbjörg

Frú Sigurbjörg sagði...

Njóttu þess alls og gullkveðjur til ykkar allra!