sunnudagur, 7. nóvember 2010
Rugl, eða hvað?
Fékk tilkynningu um smápakka frá Ásralíu á dögunum. Í honum var bleik peysa, svona algjör inni/heima peysa, og var hún gjöf frá systur minni. Á tilkynningunni stóð að ég þyrfti að borga tæpar 5.000 kr. fyrir herlegheitin sem ég var ekki par sátt við. Hringdi í þjónustusíma og kvartaði, en var alltaf kurteis. Þar sagði kona mér að samkvæmt kennitölunni ætti ég afmæli í apríl svo ekki væri þetta afmælisgjöf, og of langt til jóla að þetta gæti verið jólagjöf. Þessvegna ætti ég að borga téða upphæð. Mér varð allri lokið, og fannst þetta jaðra við dónskap. Gat ekki sætt mig málalok og hringdi annað. Til að gera langa leiðinlega sögu stutta var gjaldið fellt niður og sú bleika er komin í notkun. Hvaða endemis rugl er þetta? Spyr sá sem ekki veit með kærri þar til næst.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
það má sem sagt ekki gefa gjafir nema á afmælum og jólum, fúlt er það.
Var ekki örugglega búið að borga undir pakkann alla leið? Þetta er hið undarlegasta mál!
Skrifa ummæli