miðvikudagur, 22. desember 2010

Bráðum koma jólin.

Ekki veit ég hvert tíminn flýgur, en ég ræð svosem engu um hversu hratt hann fer. Það segir mér þó eitt, ég er lifandi og nýt þess að vera til. --Fékk skemmtilegan tölvupóst frá Ástralíu hvar sem fannst mynd af mér, sennilega eins og hálfs árs gamalli. Ég vissi ekki að nokkur hefði haft rænu til að taka mynd af mér á þessum tíma, en vænt þótti mér um að fá hana. Nú þarf ég bara að eignast "orginalinn". Eftir skóla og tónleikahrinu var gott að komast í jólafrí og njóta þess að undirbúa jólin, hef t.d. verið mjög dugleg að lesa, leggja kapal, ráða krossgátur og spila scrabbl. Þess á milli hugsa ég með söknuði til fólksins míns í litla bláa húsinu, og set upp svona einn og einn jólasvein. ---Við bestimann fórum á stúfana og keyptum okkur jólatré, normansþin. Núna sem oftar vildi ég lítið og feitt tré, og keyptum við eitt án þess að skoða það. Ákváðum bara að þetta væri fallegasta tréð hingað til. Jamm, svo var nú ekki með þennan kettling. Tréð er afskaplega misheppnað, eiginlega "doldið" ljótt. Samt sem áður erum við ákveðin í að þetta tré sé verulega fallegt. Allavega styrktum við gott málefni með kaupunum, og jólin koma ekkert endilega með þráðbeinu og ófötluðu tré. --- Umbúðir?--- Ég þekki góða og fallega konu sem hafði tengdamömmu sína, mjög fullorðna á heimilinu. Þá var fiskbúðingur í dós nýnæmi fyrir gömlu konuna, og eini maturinn sem hún vildi hafa á aðfangadagskvöld, því ket gat hún etið alla aðra daga! Þau áttu góð jól.--- Meyr í hjarta sendi ég mínar bestu jólaóskir til allra.---

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gleðileg jól og gott nýtt ár
kv.´Asta Alfreðs.

Ragna sagði...

Ég óska ykkur gleðilegra jóla Guðlaug mín. Ég er alveg viss um að tréð ykkar geislar af ánægju yfir að fá að vera í stofunni ykkar yfir hátíðirnar.
Jólaknús í bæinn þinn.

stella sagði...

Ég óska ykkur gleðilegra jóla...

Lífið í Árborg sagði...

Innilegar kveðjur til ykkar kæru hjón, með ósk um gleðileg jól. Mikið held ég að jólatréð ykkar sé ánægt með að einhver vildi eiga það.

Frú Sigurbjörg sagði...

Ég treysti því að þið besti mann hafið átt yndislega jólastund með sérstaka tréinu ykkar, sem líklegast gleymist aldrei : )

Ameríkufari segir fréttir sagði...

Ohh mamma mín...ég elska þig svo mikið.