föstudagur, 18. mars 2011

Rússibanaferð!

Kæru vinir þarna úti. Nú er ég að upplifa eitthvað sem ég get ekki lýst öðruvísi en verulegum hremmingum. Mér finnst eins og ég hafi keyrt stjórnlaust á steinvegg. Fyrir tveimur vikum fór ég í árlega brjóstaskoðun, og núna stend ég frammi fyrir að missa annað brjóstið. Aðgerðin verður gerð á mánudaginn og það eina í stöðunni er standa í báðar fætur. Ég er sterk kona, þokkalega greind, hraust, bjartsýniskella að eðlisfari og ætla mér að reka þennan fjanda af höndum mér. Þetta geri ég ekki ein og vinalaus. Þvílíkt lækna og hjúkrunarteymi sem heldur utanum okkur...... Þetta fólk kann sitt fag, og á það ætla ég að treysta. Fjölskylda okkar beggja sem og vinir eru gull. Vinátta og sterk fjölskyldubönd gera kraftaverk vil ég trúa. Bestimann er sem fyrr minn klettur, og ég hans, svo saman erum við gott team. Restin af teyminu okkar er í landinu stóra hvar ég vona að Bert verði kominn heim til að halda utanum sig og sitt fólk. Lifið í friði og látið tékka á ykkur öll sem eitt. Þar til næst.

27 ummæli:

Guðný Svavars sagði...

knús á þig Gulla mín

Ameríkufari segir fréttir sagði...

Ég er hér þó langt sé frá ykkur...þykir þú svo dugleg og er endalaust stolt af þér. Elska þig,Svanfríður.

Nafnlaus sagði...

Elsku Gulla þetta er leiðinlegt að heyra...En ég hef fulla trú á að allt gangi vel þar sem þú ert algjör hetja...Ég er hér fyrir ykkur ef það er eitthvað sem ég get gert mundu það(hef því miður töluverða reynslu í að vera aðstandandi) Knús á ykkur öll og gangi þér vel...Kveðja Ragnheiður hans Gauta!

Arna Ósk sagði...

Elsku Gulla. Gangi þér allt í haginn. Ég er svo sammála þér með læknateamið okkar, það stendur sig svo sannarlega vel. Knús til ykkar Bróa og Svanfríðar og fjölskyldu. Saman eruð þið sterkari!
Kv. Arna Ósk

Frú Sigurbjörg sagði...

Ekki efast ég um í hálfa sek. að þú ert jafn falleg og frábær þó þú losir þig við annað brjóstið. Kæra Guðlaug, gangi þér allt í haginn, þú ert greinilega ákveðin og sterk, og lánssöm að hafa góðan bestimann þér við hlið. Allar mínar bestu kveðjur sendi ég þér : )

Lovísa Þóra sagði...

Kæra Gulla! En hvað þetta eru leiðinlegar fréttir, gangi þér sem allra allra best í baráttunni og að sjálfsögðu sigrar þú þennan óvin. Sendi ykkur hlýjar hugsanir og góðar kveðjur úr borginni. Lovísa Þóra

Nafnlaus sagði...

Elsku Gulla,gangi þér sem allra best í þessu verkefni sem þú munt örugglega vinna,ekki spurning,
Kv Bugga

Steinunn Hödd sagði...

Elsku Gulla, þú átt eftir að rúlla þessu öllu upp :) Gangi þér vel! Bestu kveðjur frá Köben, Finnur Smári og Steinunn Hödd!

Egga-la sagði...

Ekki góðar fréttir en gott að það sé búið að uppgötva þetta mein og hægt sé að gera eitthvað til að eyða því. Baráttukveðjur frá Noregi.

Íris sagði...

Gangi þér vel í þessu verkefni Gulla mín. Knús á þig og þína.

Nafnlaus sagði...

Elsku Gulla. Við hugsum fallega til þín og þinna. Gangi þér sem allra best! Með ákveðninni og styrknum þínum kemur þú út sem sigurvegari, það er klárt mál! :)

B.kv. Nanna og Frikki

Stella sagði...

Elsku hjartans vina, hrikalega tók á að lesa þessar línur. En ég veit eftir að hafa kynnst Svanfríði að þú ert sterkari en veggurinn sem þú nú ókst á og verður ekki í vandræðum með að ryðja honum úr vegi þínum. Ég get líka lagt mikið traust í læknana heima og að þeir þekki vel að hverju þeir gangi því skólasystir mín sem missti bæði brjóstin fyrir tveim árum var að fá tandurhreina skoðun núna 16 mars, daginn fyrir afmælið sitt, og þarf ekki að hitta læknana næstu 6 mánuðina. Ég bið fyrir styrk þér til handa og vona að allt gangi vel - farðu vel með þig.
bestu kveðjur
Stella

Nafnlaus sagði...

Elsku Gulla, mínar bestu baráttukveðjur til þín og ég bið að allt fari vel.

G.Sigfinns

Nafnlaus sagði...

Elsku Gulla mín, ég sendi þér mína allra sterkustu strauma. Þú ert svo sannarlega sterk kona!

kv. Heiðdís Hauksdóttir

Ofurpési sagði...

Þarna valdi þessi óvættur rangan óvin! Þú rúllar þessu upp, það kemur bara ekkert annað til greina!

Lífið í Árborg sagði...

Þetta var sannkallaður skellur, að fá svona óboðinn gest í heimsókn. Ég er alveg viss um að þér tekst að reka hann á dyr með aðstoð þinna nánustu og þessa góða fólks í heilbrigðisstétt sem kann sitt fag. Ég sendi ykkur hjónum mínar bestu kveðjur, ég mun hugsa til þín á mánudaginn og svo auðvitað áfram.
Þórunn í kotinu.

Nafnlaus sagði...

Elsku Gulla!
Ég sendi þér og Bróa miklar og stórar baráttukveðjur vegna þess sem framundan er.
Knús frá mér og mínum hérna uppi á efri Hólabrautinni, Alla Fanney.

Nafnlaus sagði...

Mér brá mikið við að heyra þessar fréttir elsku Gulla mín. Hinsvegar veit ég að þú sigrast á þessu, enda ertu hörkutól og með gott fólk í kringum þig.
Knús og baráttukveðjur til ykkar!
Árdís og fjölskylda

Ragna sagði...

Mikið er leiðinlegt að heyra þetta, en þennan óvin rekur þú á dyr, það er ekki spurning.
Við eigum svo frábæra lækna og batahorfur orðnar svo miklar að ég er alveg viss um að allt gengur vel. Ég hugsa til þín Guðlaug mín og bið allar góðar vættir að vera með þér á mánudaginn og áfram.
Hjartans kveðjur til ykkar bestimann.

Nafnlaus sagði...

Ég óska þér bata og góðs gengis frænka. Ef eitthvað vantar hér í borginni þá veistu símanúmerið mitt - og gerðu það fyrir mig að leita til mín ef ég get hjálpað, sama hvað það er.

Í litla bláa húsinu líta allir vel út. Svanfríður ljómaði þegar hún vissi með vissu að Bert væri að fljúga heim og ömmudrengirnir þínir eru frábærir drengir - mér finnst yndislegt hvað þið eruð tengd öll og hvað ykkur þykir vænt um hvort annað.

Baráttukveðjur úr vesturbænum!

Inda

Nafnlaus sagði...

Þetta voru slæmar fréttir! Gangi þér vel, ég hef fulla trú á að þér takist að sigra þennan fjanda!

Dadda sagði...

Ég veit þú hristir þennan óþverra af þér Gulla mín þú ert svo dugleg. Við Torfi sendum ykkur Bróa baráttukveðjur og hlýja strauma yfir til ykkar á morgun.
Gangi ykkur vel kæru vinir.

Nafnlaus sagði...

Gangi þér vel Gulla mín,
bestu kv.Ásta.

Nafnlaus sagði...

Hæ fínust mín,hugsa mikið til þín gangi þér sem allra best, stórt knús á ykkur bæði Magga

Elísabet sagði...

Gangi þér sem allra best, ég veit að þú átt nægan styrk til að takast á við þetta óvelkomna verkefni.

Steina og Lilja Karen sagði...

Gangi þér rosalega vel

Nafnlaus sagði...

Elsku Gulla
Þú sigrast á þessu,sterk eins og þú hefar alltaf verið og verður mætt aftur að kenna okkur :) áður en þú veist af :) hafðu það gott
Kveðja Ragnar M.