laugardagur, 16. apríl 2011

Húfur og hattar


Sko, ég er kona sem hef aldrei notað höfuðföt. Í mesta lagi hef ég sett á mig skyggni (ágætt) í mikilli sól á suðurslóðum. Núna er ég sextug og í aðlögun! Það er sko hreint ekkert gefið að mér líki við að nota húfur og hatta. Hvað um það, aðlögunin hlýtur að skila sér. --- Ef þið rekið augun í veggteppið að baki mér, (sem þið komist ekki hjá) keypti ég það fyrir margt löngu af mikið fötluðum listamanni sem bjó í Skálatúni. Horfði smám saman á listaverkið verða til, en það tók langan tíma að klára það. Peysan góða sem ég klæðist er einnig listaverk, og ég sjálf sem manneskja er líka listaverk. Maðurinn er eitt allsherjar listaverk. -- Bíðið bara þar til næst, ég á fleiri húfur!

10 ummæli:

baun sagði...

Fínar myndir, fín kona:) En efri myndin þykir mér alveg sérstaklega falleg:)

Lífið í Árborg sagði...
Þessi ummæli hafa verið fjarlægð af höfundi.
Lífið í Árborg sagði...

Ég varð að henda út færslunni minni vegna slæmrar stafsetningarvillu, nú byrja ég aftur.
Þú segir satt, það eru tóm listaverk á þessum myndum hvort sem það eru húfur, peysa, veggteppi eða þessi sterka fallega kona sem er í aðalhlutverki.
Bestu kveðjur til ykkar.

Frú Sigurbjörg sagði...

Þú munt bera höfuð hátt með hvaða höfuðfat sem er, því þú ert fallegasta listaverkið.

Íris sagði...

Þú ert flott bæði með húfu og hatt. Margar hafa sem eru að fara að ganga í gegnum geisla og lyf hafa fengið sér hárkollu en fáar af þeim sem ég þekki hafa notað þær, kjósa frekar húfu eða hatt.

Gangi þér vel.

Ragna sagði...

Ég vissi að þú yrðir flott með höfuðfötin þín og ég er sammála frú Sigurbjörgu í valinu á fallegasta listaverkinu.
Kær kveðja og gangi þér vel.

Nafnlaus sagði...

Þú tekur þig vel út með hvaða höfuðfat sem er Gulla mín.
Ég dáist að jákvæðninni þinni og hef fulla trú á að þið Pollýanna sigrið þetta einvígi því saman eruð þið sterkar sem fíll og hugaðar sem ljón;-)
Gangi ykkur vel.
kv. Helga

magnea sagði...

Þa'ld ég 'ún sé flott :o)

Ameríkufari segir fréttir sagði...

Ohhh þú ert svo fín og falleg með húfuna og höfuðklútinn. Pabbi verður skotinn í þér aftur..ekki að hann sé hættur að vera skotinn í þér en þúveisthvaðégávið:)

Ragnas sagði...

Mér datt í hug að segja þér, að ég þekki tvær konur sem hafa farið í gegnum svona meðferð (fyrir nokkrum árum) og báðar fengu svo flott hár á eftir. Önnur fékk krullur, sem hún hafði aldrei nokkurn tíman verið með og hin sem var farin að grána fékk dökkbrúnt hár. Önnur er með mér í saumaklúbb og þegar við hinar erum að vandræðast yfir gráu hárunum þá situr hún svo flott og þarf ekkert að hafa áhyggjur af slíku. Sú er sko komin nokkur ár yfir sjötugt.
Fátt er svo með öllu illt að ei boði gott.
Kær kveðja,