Þrátt fyrir allt náði ég að klára tónleika með Gleðigjöfum og Stökum Jökum, þau skiptu með sér tónleikunum. Á þessum myndum sjást stakir syngja með mínum mönnum úr Gleðigjöfum, svo tökum "við" stakir lagið uppá við og erum vinir. Sveinar kátir og allt það. Ég var alveg 100% á því að reyna að klára þessa tvo hópa mína með tónleikum, og það hófst. Var í raun góð æfing fyrir tónleika karlakórsins sem verða í næstu viku, því þar þarf ég að taka nokkra góða spretti á píanóinu. Hef þó ekki alveg orku í að sitja við æfingar mjög lengi, en reyni að gera eins vel og ég get. --- Lífið er nokkuð þokkalegt á þessum bæ og vorið er komið. Tjaldurinn vappar í fjörunni, lóan er í stórum hópum á kirkjuhólnum og þrestirnir eru að undirbúa búskapinn hér í garðinum. Hef ekki getað notað skutluna mína núna í nokkurn tíma og er virkilega farin að þrá að nota hana, en þori ekki að offra heilsunni í útivist því lyfjagjöf hefst eftir rúma viku.
Er nokkuð bjartsýn á sjálfa mig eftir að hafa fengið þær fréttir að beinaskanninn sýndi einungis fögur bein! Það var síðasti hræðsluferillinn. "Upp með sálina stelpa saggði ég þá" og við það ætla ég að standa þar til næst.
8 ummæli:
"Upp,upp, mín sál og allt mitt geð,
upp mitt hjarta og rómur með"
H.P. 1.sálmur
Sendi þér brot af mínu uppáhaldi með kærum kveðjum : )
Þú ert mitt uppáhald:)
Mér tókst, en ranglega skrifað hófst. Við það breyttist meiningin. Ég sjálf.
Sendi þér sömu orð og frú Sigurbjörg, þau eiga svo dæmalaust vel við núna. Dugleg ertu og til hamingju með að eiga svona falleg bein.
Þú verður farin að skutlast um göturnar áður en þú veist af.
Bestu sumar og páskakveðjur úr kotinu.
Gleðilega páska, vona að þið hafið það sem allra best:)
Baráttukveðjur. Ég trúi því að þú tæklir þetta og allt fari á besta veg því þú ert jaxl frú Guðlaug ;)
Haltu sálinni og voninni í hæstu hæðum og þá fer allt vel. það er gaman að sjá þessar myndir af þér með söngvurunum þínum. Sendi góðar kveðjur til ykkar í fjörðinn ykkar fagra.
Gangi þér vel frænka!
Skrifa ummæli