mánudagur, 2. maí 2011

Hænufetið.

Ég vil byrja á að þakka ykkur öllum sem styðjið svo vel við bakið mitt með bænum og góðum kveðjum. Mætti í morgun illa sofin og full kvíða í fyrstu inngjöfina, en hefði alveg getað sleppt þessum látum. Allt gekk eins og í sögu, æðin var góð ég reyndi að hugsa fallega um þetta góða efni sem á að lækna mig. Er með slatta af pillum í farteskinu við ógleði, og svitna eins og húðarklár. Ekki ætlast ég til að komast í gegnum þetta án þess að finna fyrir því, en það veit guð að ég vona að hliðarverkanirnar verði vægar. Vonandi verður máttur allra góðra bæna það mikill að bærilegt verði. ---Við bestimann fórum á tónleika Fóstbræðra sl. laugardag og nutum hverrar mínútu, og ekki var síðra kvöldið í óperunni. Maður lifandi hvað lífið var gott þennan dag þrátt fyrir vetrarveður og færð, asnalegt svona á vordögum, en sló svo í 15 stig í dag og stór hópur fólks hljóp hér framhjá léttklætt með þunga byrði á hausnum, og eða í fanginu. Talandi um kýr á vorin? Fyrsta skrefið var stigið í dag, og ég ætla að líta á hálffullt glasið en ekki hálftómt. Lífið er bara nokkuð þokkalegt núna, og ég vona að ég geti sagt það líka þar til næst.

12 ummæli:

stella sagði...

elsku vina, sendi bestu bataóskir og styrk þér til handa - vona að lyfjameðferðin fari ekki illa í þig, láttu svo stjana við þig og hvíldu þig öllum stundum...

baun sagði...

Þetta finnst mér gott kvæði og upppeppandi, sendi þér það með bestu kveðjum:

Mitt faðirvor

Ef öndvert allt þér gengur
og undan halla fer,
skal sókn í huga hafin
og hún mun bjarga þér.
Við getum eigin ævi
í óskafarveg leitt
og vaxið hverjum vanda,
sé vilja beitt.
Hvar einn leit naktar auðnir,
sér annar blómaskrúð.
Það verður, sem þú væntir,
það vex, sem að er hlúð.
Þú rækta rósir vona
í reit þíns hjarta skalt,
og búast við því bezta
þó blási kalt.
Þó örlög öllum væru
á ókunn bókfell skráð,
það næst úr nornahöndum
sem nógu heitt er þráð.
Ég endurtek í anda
þrjú orð við hvert mitt spor:
Fegurð, gleði, friður –
mitt faðirvor.

Kristján frá Djúpalæk

Nafnlaus sagði...

Hæ fínust mín, hlakka til að hitta þig. Vonandi ertu sem sprækust, Magga

Ragna sagði...

Mikið er gott að byrjunin á meðferðinni lofar góðu og jákvæða hugarfarið þitt á líka eftir að hjálpa þér mikið. Eigum við ekki líka að segja að þessi fyrsti sumar- og sólardagur hérna í höfuðborginni sé til marks um bjarta tíma framundan.
Hjartans kveðja,

Nafnlaus sagði...

Astoð verður send strax.
Vinsamlega leyfið mér að fylgjast með framgangi
Kveðja
ÞG
www.heilun.blogcentral.is

Lífið í Árborg sagði...

Þetta er góð byrjun, þú ferð einmitt réttu leiðina, að hugsa jákvætt um lyfir sem þér er gefið, það er jú til að lækna þig. En ég skil samt að þú hafir verið kvíðin, það er eðlilegt. Hugsaðu um allar fallegur rósirnar sem eiga eftir að opna sig í sólskálanum þínum, þær eiga eftir að gleðja þig og hjálpa til við batann í sumar.
Inniolegar kveðjur til þín og bestimann, þið eruð góð saman.
Þórunn
Ps. þú færð bráðum kisumyndir á blogginu mínu. :-)

Nafnlaus sagði...

Gott að heyra að allt gengur vel og ég dáist að jákvæðninni þinni, hún á alveg pottþétt eftir að koma þér langt!
Gangi þér áfram sem allra best.
Kær kveðja
Helga

Nafnlaus sagði...

Gangi þér vel. Hugsa til þín og ykkar allra.
Bataóskir.
Kær kveðja, Elsa Lára.

Ameríkufari segir fréttir sagði...

Elsku mamma mín...vonandi ertu jafn brött í dag og í gær:) Áfram þú!
Baun-þetta er svo fallegt.

Nafnlaus sagði...

Bestu kveðjur Gulla mín
kveðja Bugga

Nafnlaus sagði...

Bestu kveðjur þú ert dugleg að leyfa okkur að fylgjast með.Ásta

Íris sagði...

Gott að heyra. Þú massar þetta