Hér er snjór, en hér er friður. Hún elskuleg dóttla mín varð að fá sumt staðfest, svo þessar myndir af foreldrunum eru sérstaklega ætlaðar henni. -- Vessogú hjartans mín! --Annars staðfesta myndirnar líka annarsvegar að ég er að baka tertu + að ég hef marglitt og skrítið hár, og bestimann hnoðast sem best hann má. Bara gaman að þessu. Dagarnir eru rólegir hjá mér, en samt tek ég þátt í lífinu. Ætla að vera með á jólatónleikunum með mínu fólki, og stefni á að fara í kennslu eftir áramótin. Heilsan kemur eins og ljósið, langt og mjótt, finn mikinn mun frá fyrri viku. Að vísu er ég tilfinningarlítil í tánum og með náladofa í öllum puttum, hef samt tilfinningu í blá-fingurgómunum. Ég get spilað, en úthaldið frekar snubbótt. Allt frekar skrítið, en lífið er samt dásamlegt og nokkuð auðvelt fyrir utan meyrnina sem fylgir mér og mínum á þessum tíma, svona ljúfsár tilfinning ef þið skiljið mig. ---Úti er snjór sem fýkur þvers og kruss en innandyra er allt hlýtt og bjart. Flestir jólasveinarnir eru komnir á sinn stað og líka Jesú og familí. Yndislegi jólabangsinn er kominn á flygilinn og brosir kampakátur út í lífið eins og ég þar til næst.
þriðjudagur, 6. desember 2011
Úr snjó og hjartaryl.
Hér er snjór, en hér er friður. Hún elskuleg dóttla mín varð að fá sumt staðfest, svo þessar myndir af foreldrunum eru sérstaklega ætlaðar henni. -- Vessogú hjartans mín! --Annars staðfesta myndirnar líka annarsvegar að ég er að baka tertu + að ég hef marglitt og skrítið hár, og bestimann hnoðast sem best hann má. Bara gaman að þessu. Dagarnir eru rólegir hjá mér, en samt tek ég þátt í lífinu. Ætla að vera með á jólatónleikunum með mínu fólki, og stefni á að fara í kennslu eftir áramótin. Heilsan kemur eins og ljósið, langt og mjótt, finn mikinn mun frá fyrri viku. Að vísu er ég tilfinningarlítil í tánum og með náladofa í öllum puttum, hef samt tilfinningu í blá-fingurgómunum. Ég get spilað, en úthaldið frekar snubbótt. Allt frekar skrítið, en lífið er samt dásamlegt og nokkuð auðvelt fyrir utan meyrnina sem fylgir mér og mínum á þessum tíma, svona ljúfsár tilfinning ef þið skiljið mig. ---Úti er snjór sem fýkur þvers og kruss en innandyra er allt hlýtt og bjart. Flestir jólasveinarnir eru komnir á sinn stað og líka Jesú og familí. Yndislegi jólabangsinn er kominn á flygilinn og brosir kampakátur út í lífið eins og ég þar til næst.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
6 ummæli:
Þetta var gaman að sjá, bangsinn svo krúttlegur á sínum stað og þið bestimann alveg á fullu við baksturinn. Það er líka gott að heyra að krafturinn er að aukast og að þú getur tekið þátt í þessu venjulega stússi fyrir jólin. Bestu kveðjur frá okkur á Fossveginum.
Virkilega gott að sjá þessar myndir og heyra að allt er á uppleið eins og ljósið. Bóndinn tekur sig aldeilis vel út í hnoðinu og frúin við útskurðinn. Það er greinilegt að jólaandinn hefur sest að á þessu heimili. Hjartans kveðja og góðar óskir um að orkan aukist dag frá degi.
Hjartans kveðjur í hjartahlýjuna ykkar!
Mér finnst pabbi standa sig svooooooooo vel! Og þú kjörkuð að treysta honum fyrir titlinum "meðbakari" Hann er semsagt meðhjálpari sem og meðbakari! Það er gott að sjá ykkur:)
Þetta fannst mér notalegt að lesa :) Og þið hjónin takið ykkur vel út í jólaundirbúningnum
Gaman að sjá myndir af hlýlega heimilinu ykkar, og ekki sakar myndarskapurinn:)
Skrifa ummæli