sunnudagur, 23. desember 2012

Þorlákur í blíðu.


Veit ekki alveg hvort minn kæri nemandi verður hress með þessa mynd, en ég tek því þá bara. Yndisleg stund í kirkjunni í dag hvar við spiluðum fjórhent jólalög.  Þessum unga manni hef ég kennt frá því hann var smágutti, í dag er hann í framhaldsnámi en nú skilja leiðir. Hann fer á vit lífsins í útlöndum, en ég veit líka að ekkert af  náminu og samvinnunni  verður tekið frá okkur.--- Í gær var hér á Höfn heilmikil hátíð, vígsla á Bárunni, nýja knatthúsinu sem góðir menn gáfu samfélaginu hér. Eiga þeir heiður skilinn því þeir eru heiðursmenn. Þar var bigband og karlakór ásamt stuttum en innihaldsríkum orðum góðra manna.--- Skötuátið  í dag hjá vinum klikkaði ekki og í kvöld enduðum við svo Þorlák með söng í búðinni okkar. Stemningin hér í litla samfélaginu mínu er engu lík, og samheldnin mikil. Það er gott að fara inn í jólahátíðina með blíðuna í hjartanu. --Ég vildi svo sannarlega hafa litlu fjölskylduna mína hér, en  það verður bara seinna. Nú fer "kötturinn" í kokinu að gefa eftir, aðventan liðin og tárin hjá okkur mæðgum að þorna. Allavega svona dags daglega!  Á morgun (aðfangadag) ætla ég að dunda mér við rjúpurnar og hugsa fallega.--- Ég óska öllum gleðilegra jóla-  og ánægjustunda með ykkar fólki þar til næst.

6 ummæli:

Ragna sagði...

Hjartans kveðjur með ósk um gleðileg jól elsku Guðlaug og Brói.

Ragna.

Nafnlaus sagði...

Jólakveðjur á Hólabrautina*

Guðrún Sigfinns

Íris sagði...

Gleðilega rest

Frú Sigurbjörg sagði...

Og nú er árið, sem sannarlega hefur reynt á ykkur Bróa, senn á enda. Óskum ykkur alls hins besta og þökkum fallega jólakveðju í korti. Hittumst heil á nýju ári. Katla og Pétur.

Ragna sagði...

Elsku Guðlaug. Ég á þér svo mikið að þakka fyrir allan stuðninginn á þessu blessaða ári sem nú hefur runnið sitt skeið. Ég óska ykkur Bróa góðrar heilsu,gleði og farsældar á árinu sem nú hefur hafið göngu sína.
Hjartans kveðjur. ♥
Ragna

Nafnlaus sagði...

I am no longer certain the place you're getting your info, however great topic. I needs to spend a while finding out more or figuring out more. Thanks for magnificent info I was on the lookout for this info for my mission.

Also visit my web site: orgiasex.com