laugardagur, 22. september 2007

kisuþankar

Takk fyrir innlitið þið sem eru þarna úti í vonda veðrinu, því nú blæs hann hressilega. Nú er að verða vika síðan ég kom heim og hefur hún liðið heldur rólega fyrir minn smekk. Ég er búin að lesa, og lesa, og leeesa. Herbjörg sú norska er áleitin og erfið, en góð samt....... Öfugsnúin meðmæli ..... 700 síður af Kurt Wallander, og ég gæti hér um bil leyst morðgátur af erfiðistu sort. Spurning um hvort ég taki bara ekki til við Ölduföllin hennar Guðrúnar frá Lundi aftur, eða jafnvel rauðar ástarsögur....umh...Allavega vika í viðbót heima....er orðin hundleið og mig langar í kisu! Loppa hennar Hildigunnar er frek en flott, og myndskeiðið hjá píanófrænku Baunar af kisu frænkunnar er óborganlegt. Kíki þangað á hverjum degi. Dömur.. fleiri myndir. Ég átti kisu sem hét Krúsa. Þegar Svanfríður mín var í 10. bekk var þetta spurning um samræmdu stærðfræðina og kisu. Auðvitað náði stelpan, og Krúsa kom á heimilið. Hún lést í hárri elli að kisualdri, og var dásamleg. Krúsa hafði þann siðinn á að færa okkur allt mögulegt í búið. Ekki voru það lifandi eða dauð dýr, heldur hlutir sem hún náði í úti. Krúsa stal af snúrum nágrannanna, sokkum og þvíumlíku. Barnaskó kom hún með heim, nammipoka, rakettuprik, þvottasvamp, kókópuffspakka og bara nefnið það. Krúsa elskaði að láta ryksuga sig og baða. Hún át gúrkur og rósablöð, tók lýsi og elskaði humar. Söng með 2. tenor á raddæfingum, hataði 1. tenor en lét sér 1. bassa í léttu rúmi liggja. (ég raddæfi ekki 2. bassa) Sem kettlingur skreið hún innst í hörpu flygilsins og lá þar meðan ég æfði mig, og vakti mig á morgnana með því að láta járn-fóta-raspinn detta nokkrum sinnum í gólfið. Þegar Krúsa fór í kisuhimnaríkið flúði ég norður í land til upprunalega eigandans, og lét bóndann, frændann og dýralækninn um síðustu hindrunina. Það var sárt, en Krúsa er jörðuð undir blómstrandi gullregni hér í garðinum. Þrátt fyrir allt langar mig í kisu, en mig langar þó allra mest í Krúsu. Hvursu væminn getur maður orðið?

12 ummæli:

Ameríkufari segir fréttir sagði...

Kom hún heim með kókópuffspakka? hahaha.
Manstu þegar ég gaf henni fiskinn í morgunmatinn aðfangadag jóla? Nema fiskurinn reyndist vera rís-ala-mangið? Mikið varstu stolt af dóttur þinni þann morguninn:)
Þú ert ekkert væmin, þér þótti bara undurvænt um köttinn-einfaldara gæti það ekki orðið.
lufjú og sofðu vel. Svanfríður

Nafnlaus sagði...

Ohhhh ég skil þig ég er kisukona !

Védís sagði...

Ég man eftir Krúsu. Hélt reyndar að við Svanfríður hefðum verið yngri þegar þið fenguð hana, svona miðað við myndir sem ég á af okkur á þeim tíma. Rosalega höfum við verið "unglegar" á þessum árum ;)

Ameríkufari segir fréttir sagði...

Já Védís hugsaðu þér,og EKKERT botox:)

Nafnlaus sagði...

Krúsa hefur verið karakter í lagi!

Nafnlaus sagði...

Fyndið að við skulum báðar vera svona mikið að hugsa um kisur þessa dagana. Minn yndislegi Sófus, týndist í október sl., nýorðin 7 ára. Helst vildi ég fá hann aftur en þar sem það verður víst ekki þá langar mig í svona Maine Coon kött, eins og ég sýndi á síðunni minni. Mér finnst að þú eigir að fá þér svoleiðis líka. Ekki spurning! Svo göngum við í Kynjaketti og hittumst á kattasýningum. Það væri stuð:-)
Ætli maður fari að hugsa sérstaklega mikið um kisur þegar veðrið er "vont"? Kertaljós og kúrudýr; mjúkar, malandi kisur...

Nafnlaus sagði...

Herbjörg hin norska er líka á náttborðinu mínu.

Et glas mælk - tak!

Hún er góð.

Ég kannast vel við kisutalið.

Ég átti kött sem dó þegar hann var 14 ára, minnir mig. Við, ma og pa, tölum oft og mikið um hann. Stubbur hét sá yndislegi köttur, og er sárt saknað.

Eiginmaður minn kæri, er því miður með ofnæmi fyrir öllum sköpuðum hlutum, svo að ég get því miður ekki eignast annan. Það er leiðinlegt. En, sem betur fer er eiginmaðurinn skemmtilegur.

kv,
B

Nafnlaus sagði...

Jiii, hvað þetta var asnalega orðað.

"Ég get því miður ekki eignast annan kött" átti þetta að vera...hahahhahaha

Egga-la sagði...

Við áttum líka kött sem hét Kisi! Var á stærð við lítinn ísbjörn og var eini kötturinn í lífi mínu.Hann var svo latur að það varð að lyfta honum upp í gluggakistu.Óvinsælasti kötturinn í Hlíðartúninu - var stolt af honum!

Syngibjörg sagði...

Kisur eru ágætar - í fjarlægð. Er nefnilega með ofnæmi fyrir þeim blessuðum.

En góðan bata....

Nafnlaus sagði...

Kisur eru yndislegar, mín fyrsta hét Næla, hún var dóttir Sóleyjar og Njáls ( Njáll var "sonur" vinkonu minnar, og vinkona mín tók "ömmu" hlutverkinu alvarlega og aðstoðaði við að koma afkvæmum "sonar" síns í fóstur). Í fyrsta sinn sem ég sá Nælu mína var sem móðurhjartað hæfi tikkið, hún nældi sig á mig og vildi ekki niður......Við áttum saman yndislegar stundir, við bjuggum þá á þriðju hæð og hún lét sig ekki muna um það að láta sig gossa niður er í "hita" fór....Nokkrum vikum síðar, eignuðumst við þrjá stráka, þá Beyki, Brján og Bústinn...þeir eiga ábyggilega haug af afkvæmum á Akureyri í dag. Næla flutti til kunningja minna í sveit á Kjalanesinu þegar ég flutti til Ameríku og fékk ég í gegnum tíðina að fylgjast með henni, hún fékk að verða fjósakisa...sem lifði til 16 ára aldurs, feit og pattaraleg!! ahhh þetta er orðið svo langt hjá mér...en meira á ég um kisur, en læt þetta duga....fáðu þér kisu...þær eru svo meðfærilegar, mjúkar og hlýjar....

Nafnlaus sagði...

Hérna gjörðusvovel... :D