fimmtudagur, 27. september 2007

Kóngur á limminu!

Fyrirsögnin skrýtin, en ég vildi að ég gæti verið kóngur einn dag. Ég myndi verða eins og galdrakarlinn, með stafinn um allan heim og gera hann vænlegri. Það er ekki minn stíll að kveina og kvarta fyrir alþjóð, en mér ofbýður fréttirnar, bæði innlendar og útlendar. Fíkniefnin, nauðganir,dómskerfið,( á stundum) svik og prettir, fordómar, peningaþvætti og barsmíðar allskonar. Stríð, trúarheift, valdníðsla, svelt börn, barnaþrælkun ásamt öllum óhroðanum birtast svo á skjánum í öll mál. Inn á milli birtast svo fallegar fréttir, og tek ég sem dæmi starf það sem Njörður P. Njarðvík stendur fyrir í Afríku.---Ljós í öllu myrkrinu.---Á Íslandi virðist það viðgangast að fólk gangi út úr verslunum þar sem afgreiðslufólkið er ekki mælandi á íslenska tungu. Sem Íslendingur vil ég að verslunar- og þjónustufólk tali sama mál og ég, en mér dytti aldrei í hug að lítillækka mig né viðmælanda minn með dónaskap. Ljót var fréttin í gær um heyrnaskertu konuna sem unnið hefur um árabil í IKEA við góðan orðstír, hún vill færslu í starfi því kúnninn er svo oft dónalegur. --Það eru margir landar okkar sem eru illa talandi á því ástkæra ylhýra og muldra ofaní bringu sér þannig að óskiljandi verða. --Skyldu þeir fá ofanígjöf?--Þeir eru kannski betri í þeirri "alþjóðavæðingu, tvítengdri" og sproka bara ensku, og segja svo per se þegar þeir verða mát því það er svo fínt! En hvað veit ég? Eitt veit ég þó að tvær vikur í dag eru liðnar frá hnéaðgerðinni og er ég farin að sjá fyrir endan á þessari heimavist í bili. Margar bækur eru að baki, og nú er ég með Þrettándu söguna á náttborðinu. Skemmtileg og vel skrifuð bók eftir Diane Setterfield. Stefni á kennslu á mánudaginn því mín er saknað, og það er svo gaman! Ég hef verið með einhverfan píanónemanda í nokkur ár og hann er virkilega góður og klár nemandi. Hann saknar mín... hann spyr um mig....og það er yndislegt. Þó ekki væri nema fyrir hann FER ég á mánudaginn og hana nú...... Búinn og heilagur!

9 ummæli:

Ameríkufari segir fréttir sagði...

Ég skil vel afhverju nemendurnir sakna þín, þú ert góður kennari og svo ertu rólegur kennari og það er svo gott.
Mín persónulega skoðun er sú að ef fólk ætlar að lifa og hrærast í nýju heimalandi, þá verður það að geta skilið og tjáð sig eitthvað á íslensku EN fólki verður líka að vera gefinn séns og hann vinnst ekki með dónaskap og finnst mér skammarlegt hvernig fólk getur hagað sér. Ef fólk stoppar bara í smástund og reynir að setja sig í spor annarra þá yrði útkoman önnur.
Luf jú,Svanfriður

Nafnlaus sagði...

Það er ekki nóg að við séum kurteis. Eg á eftir að stja inn ótrúlega sögu af afgreiðslu í Bónus í dag.
Kær kveðja og góða helgi.

Nafnlaus sagði...

Allir þurfa að vera kurteisir, verður að virka í allar áttir. Ég efast ekkert um að þetta erlenda afgreiðslufólk sem um ræðir sé að leggja sig fram um að læra málið en það tekur bara tíma og á meðan verðum við hin að vera þolinmóð. Frábær leiðari Jóns Kaldal í Fréttablaðinu í gær.

Nafnlaus sagði...

Heimur versnandi fer, virðist vera hverju orði sannara.

Gott að heilsan fer batnandi.

Skjáumst,
B

Nafnlaus sagði...

Nei sko! Finn ég ekki "gamla" píanókennarann minn á netrápi (gamla í þeirri merkingu að það eru 18 ár síðan ég hóf píanónám). Get alveg vel tekið undir það að þú ert góður kennari, ég hætti að minnsta kosti náminu þegar ég flutti að austan þar sem ég fann engan sem kenndi eins og þú.

Bestu kveðjur austur,
Lovísa

Nafnlaus sagði...

Mikið var gaman að fá þig í innlit Lovísa mín. Takk fyrir falleg orð, og gangi þér allt í haginn. Kveðja til mömmu, pabba og Eyþórs. Gulla

Nafnlaus sagði...

Ég er að hlusta á Bubba Morhens, lagið Þessi fallegi dagur. Falleg lög kæta og bæta heiminn. Ég er sammála, manni ofbýður allt ógeðið sem er í gangi í heiminum; morð, barnaperrar, svik og prettir. Endalaust ógeð. Stundum gefst maður bara upp á þessu, vill ekki hugsa um þetta, útiloka bara fréttirnar. En þegar upp er staðið þá er fullt af fallegum hlutum að gerast líka, það er bara allt of sjaldan sagt frá þeim; hjálpsamt og kærleiksríkt fólk út um allan heim og milljónir af hversdagshetjum sem eru duglegar við að rækta garðinn sinn, þó þær berist ekki á. Við megum ekki gleyma þeim. Þetta er eins og með óþekku krakkana í bekknum, það ber mest á þeim og það er það sem um er talað, en allir hinir "góðu" hverfa í skuggann og þykja ekki frásagnarverðir.

Gróa sagði...

Sæl Guðlaug mín.
Gott að lesa kraftinn úr skrifunum þínum - ég skal !! í vinnu ....... þetta er líka kærleikur veistu. Væntumþykja fyrir starfinu og börnunum.
Þú ert frábær dugnaðarkelling.
Hér er annars allt gott.

Bestu kveðjur,
Gróa.

Nafnlaus sagði...

Ja, sennilega svo pad er