laugardagur, 27. október 2007

Dóttir mín, hnátan.

Fallegt fyrir mína hönd var síðasta blogg hnátunnar Svanfríðar. Á dögunum þegar við mæðgur vorum að tala saman á "skypinu" þá var "Eyjóju" að skottast í kringum mömmu sína með sífelldum spurningum, og hann krafðist líka svara. Þetta var yndislegt, því mér fannst eins og ég væri í litla bláa húsinu. Allt í einu galaði Eyjólfur: Ég er búinn mamma!! Þá sprakk ég, og ég mundi svo margt. ---Fyrir 28 árum var ég að spila sem oftar við giftingu og hafði hnátuna með mér í kirkjuna. N.B. Daman var svo meðfærileg og kirkjulega prúð, strax á unga aldri. Dundaði sér við að lita, sama á hvað gekk. Rétt áður en brúðhjónin áttu að ganga inn kirkjugólfið heyrðist á klósettinu undir kirkjuloftinu: MAMMA, búin...o.s.fr.! --- Þökk sé guði fyrir að allir þekktu alla.--- Einu sinni við messu sat sú stutta í kirkjunni í fangi góðs manns og skoðaði bók, vel þegjandi. Þá þurfti presturinn endilega að kynna organistann, og sú stutta þekkti hann sko mjög vel... "það er mamma mín!-- og hátt og snjallt.--- Ég er eins og aðrar mömmur.. búin að tína orma úr vösum hnátunnar, (Heiðarvatn) tína gullsteina og demanta úr vösunum,búin að kaupa ótal sigti eftir síðustu sílaveiðar, bjarga hömrum úr bílskúrnum, reyna að klæða dömuna eftir MÍNUM smekk, og rífast við hana á unglingsárunum að kaupa sér FÖT... Það gekk ekki andskotalaust... henni fannst miklu betra að eyða fatapeningunum í nótur og geisladsiska! Hnátan Svanfríður elskar í dag að sulla með sínum strákum og kaupa á þá föt... og stígvél.. hún er trú sér og sínum. Eyjólfur elskar stígvél, og þau nýju eru græn með froskaaugum.! Skora á þig dóttir góð að sýna þau á blogginu. Eplið fellur nefnilega sjald.. og allt það! Hnátan mín ,dóttirin ameríkufarinn , er semsagt að upplifa allt það sem ég á í farteskinu... yndislegar minningar.--- Ég segi nú bara "tattuduva"....

11 ummæli:

Ameríkufari segir fréttir sagði...

Þetta fannst mér skemmtileg lesning því þetta get ég sagt mínum strákum þegar þeir eldast og spyrja mig spurninga um mig á unga aldri.
en hvað þýðir aftur tattuva? Þýddi það ekki taktu þetta?
Luf jú, Svanfríður

Nafnlaus sagði...

Jú, og gat líka þýtt að afhýða epli og appelsínur! Mamma

Nafnlaus sagði...

Þetta er skemmtilegur pistill. Það er margt sem ég upplifi í dag í gegnum börnin mín, akkurat það sem mamma var að reyna með mig. Þetta er broslegt :) En bestu kveðjur austur í fjörðinn fagra, Elsa Lára.

Nafnlaus sagði...

Það undarlega er, að fyrst þarf maður að verða mamma til að öðlast virðingarfulla ást á eigin móður, eða allavega er það í mínu tilfelli! Ég bara skil ekki þá þolinmæði er mamma mín átti mér til handa, eins og ég gat látið illa við hana, alltaf stóð hún jafnbein í baki eins og ekkert gengi á!!! Vona að hennar viska sitji að einhverju leiti í mínum aðferðum, þó oft sé erfitt að sjá sjálfan sig sem manneskju er hefur á hlutunum einhverja stjórn og reglu.......
Alltaf svo yndislegir pistlarnir þínir, viltu ekki sendast norður og kenna sýna mömmu hvernig þetta er gert!!

Nafnlaus sagði...

Já börn eru yndisleg og Svanfríður er svo skemmtilegur persónuleiki að ég get trúað því að þær séu til nokkrar sögurnar af henni.
Kær kveðja,

Nafnlaus sagði...

Lífið er ferðalag og á þeirri leið bætist stöðugt í minningabankann. Það eru sönn verðmæti að eiga góðar minningar, því í þann banka getur maður alltaf farið. Þegar maður verður foreldri þá er svo mikilvægt að leggja reglulega inn í bankann hjá börnum sínum; bjarta og góða daga sem lifa að eilífu. Gera hversdaginn að ævintýri.

Nafnlaus sagði...

Gullkorn eru yndisleg, hvort sem þau eru 30 ára eða splunkuný...

Kv,
B

Syngibjörg sagði...

Skemmtileg og falleg frásögn. Ég fékk nostalgíuna alveg tvöfalt og mundi eftir grænu stígvélunum sem ég eignaðist þegar ég var 6 ára og svaf í þeim því það var ekki með nokkru móti hægt að klæða mig úr þeim. Og svo glönsuðu þau svo fallega.

Nafnlaus sagði...

það er mjög fallegt að lesa það sem þið mæðgur skrifið hvor um aðra. þið eruð heppnar.

Nafnlaus sagði...

Mamma er búin að segja mér nokkrar sögur frá vandræðislegum uppákomum mínum sem krakka og það er svo ótrúlega ómetanlegt að heyra þær þó ég muni ekkert eftir þeim:-) og svo er ég ótrúlega sammála Stellu... þolinmæðin hjá foreldrunum. Var ekki auðveldasti unglingurinn!
Yndislegur pistill hjá þér Gulla.
Bestu kveðjur frá Odense, Eva Björk

Nafnlaus sagði...

Sæl Guðlaug...
þetta er linkurinn

www.123.is/stellasolis

vona að þú komist inn.....

Stella