fimmtudagur, 1. nóvember 2007

Ættin mín svo fríð og fín...Þann tíma sem Svanfríður Ameríkufari hefur búið vestra fæ ég oft myndir "snúðunum" mínum, Eyjólfi Aiden og Nathaniel Noble. Mynd sem ég fékk í dag af Natta hleypti mikilli hreyfingu á blóðið, og fór ég að hugsa.. ég hugsaði mikið um ættarsvip. Þegar ég var lítil stelpa var ég aldrei lík neinum sem ég þekkti, ég var allt öðruvísi en fólkið í kringum mig. Ég var á sífelldum þeytingi milli fólks fram á 5. ár, semsagt ættleidd og síðan tekin í fóstur af mjög góðu fólki. Mömmu og pabba...en ég var ekkert lík þeim. Vinir mínir voru ýmist líkir mömmu sinni eða pabba, nú jafnvel ömmum og helst frændgarðinum öllum. Ég var lítið að spá í þessa hluti þá því ég vissi nefnilega upprunann, en þurfti ekkert á honum að halda. Þegar Svanfríður fæddist vissi ég alls ekki hvort hún var lík mér, og enginn vissi það, en eitt var víst að pabbi hennar átti töluvert í dömunni. Þá fór að vakna hjá mér spurningin um ættarsvipinn, en hvað vissi ég, og þannig liðu árin.( í dag erum við mæðgur taldar mjög líkar) Eftir að ég varð fullorðin fóru hálfsystkini að banka á dyr, og þá hló ég...Í dyrunum á stundum stóð ég, ég semsagt líktist einhverjum. Það var fyndið, en jafnframt skrítin árás á löngu liðna tíð. Fyrir tveimur árum kom í heimsókn hálfsystir mín sem býr í annarri heimsálfu og við höfðum aldrei sést.. Það var skrítið að sjá hana, hún Svanfríður mín var þarna komin! Skrítið þetta með ættarsvipinn. Eftir að hafa skoðað myndina af Natta í dag náði ég gamla mynd af Svanfríði, maður lifandi, þar kemur þessi svipur svo sterkur í gegn...Skyldi ég eiga hann??... Ég held það.... Eyjólfur Aiden var ekki ólíkur Nathaniel á sama aldri, en hann er samt öðruvísi. Þar er greinilega önnur blanda á ferð. Bert á mjög mikið í þeim svip, en einnig Fljótsdælingar, frændur snáðans. Eyjólfur er með skakka tá, og líka afi hans hér...sama táslan! Eyjólfur er flott blanda og yndislegur. Semsagt kæru bloggvinir, Natti er ótrúlega líkur mömmu sinni sem er á þessum gömlu myndum hér að ofan, Svanfríður hlýtur að vera lík mér þegar ég var lítil og ég er mjög lík sjálfri mér!-- Þar til næst, passið ykkur á flensunni.

11 ummæli:

Nafnlaus sagði...

...ég er afi minn:)
Það er ekki leiðum að líkjast þér,það get ég sagt þér.
Luf jú, Svanfríður

Nafnlaus sagði...

Já, það er endalaust hægt að spá og spögglera, hver er líkur hverjum.

En eins og þú segir svo réttilega, er maður helst líkur sjálfum sér.

Flottar myndir af dótturinni. Hún er lík báðum foreldrum sínum...finnst mér.

Kveðja,
B

Nafnlaus sagði...

Rosalega finnst mér Nathaniel líkur mömmu sinni, og já þá kannski ömmu sinni líka, ég kynntist Eyjólfi ekki fyrr en aðeins síðar, svo ég sé þá ekki neitt voðalega líka...ekki í dag!

Hlýtur að vera erfitt að skorta vitneskju um bakgrunninn, ég hef oft velt því fyrir mér hvernig ættleiddum börnum líður, því það er nokkuð ljóst að þrátt fyrir endalausa ást og góða umönnun á nýju heimili, þá hlýtur þörfin að sjóða undirniðri: hver, hvar, hvernig og af hverju......

En vertu viss, þú ert sjálf í dag að skera spor í söguna, ógleymanleg spor sem munu ganga langt í framtíð litlu snúðanna....
bestu frá húsinu á sléttunni..

Védís sagði...

Mér hef alltaf fundist þú eiga svo mikið í honum Eyjólfi. En ég er kannski ein um þá skoðun.

Syngibjörg sagði...

Skemmtilegur pistill:O)

Nafnlaus sagði...

Það er sko heldur betur ættarsvipur með ykkur. Það er alltaf svo gaman að skoða svona ,,svipi", sérstaklega þegar maður sér einhvern svip frá sjálfum sér:)
kv. Helga

Nafnlaus sagði...

ég sé sko svip með Natta og Svanfríði svona lágri í loftinu! ekki spurning:)

Nafnlaus sagði...

Já, það er gaman að bera saman gamlar myndir af foreldrunum og af börnunum á sama aldri. Þau eru mjög lík þarna mæðginin.
Kær kveðja i fjörðinn fagra.
Njótið helgarinnar.

Nafnlaus sagði...

Já frænka, það er vont að vita ekki hverjum maður líkist. En ég er búin að komast að því að sennilega líkist ég föðurfólki mínu meira útlitslega sér, sumir reyndar segja að ég sé að líkjast móður minni meira og meira en hvað veit ég? Skapið ....guð má vita hvaðan það kemur:)

Kveðja austur ...

Inda

Nafnlaus sagði...

Það er alltaf gaman að pæla í þessum hlutum, þ.e. hverjum börnin eru lík.
Mér hefur alltaf fundist Svanfríður lík ykkur báðum en finnst hún vera að líkjast þér enn meira, nú þegar hún er orðin að konu og móður.
Annars á ég voðalega lítið í mínum börnum og sé mikinn svip af föðurfólki þeirra í þeim. S.s. svip frá Barðaströnd og annars staðar á Vestfjörðum.
Hafðu það gott Gulla mín.
Bestu kv. Elsa Lára.

Ameríkufari segir fréttir sagði...

Heyrðu mamma-hvar ertu...ég vil blogg og ekkert bull. Ég vil blogg núna. Eyjólfur var einmitt að spyrja hvenær þú myndir blogga næst og Natti tók undir með því að segja...aawwwwww