sunnudagur, 30. desember 2007
Tilvera okkar er undarlegt ferðalag....
Á áramótum koma þessar ljóðlínur oft upp í hugann, og ég lít yfir farinn veg. Farinn vegur hefur verið góður og vonandi verður komandi vegur jafn góður. Ég ætla alla vega að vinna að því. Jólin að baki og önnur hátíð framundan. Jólin hér á bæ voru yndisleg, en örfáir hafa spurt: hvernig var, þið voruð bara tvö? Ég eyddi jólunum með mínum besta vini, og hann eyddi jólunum með sínum besta vini. Við vinirnir leystum pakkahlaupin í bróðerni, og uppúr pökkunum komu fallegar gjafir gefnar af góðum. Fjölskyldudagatalið úr litla bláa húsinu hitti í mark, og gott ef það er ekki svolítið skemmt af viðtakanda með einu og einu tári, en það bara tilheyrir. Naflastrengurinn slitnar nefnilega aldrei. Það kannski teygist á honum, en hann er seigur eins og lífið. Þegar ég flutti á Hornafjörð fannst mömmu hann vera á hjara veraldar, og var hún þó víðsýn og skynsöm kona. Það tók nefnilega allan daginn að keyra austur á vondum vegum, og við gátum ekki "droppað" í kaffi. Mér fannst þetta ekki tiltökumál, því ég fylgdi ástinni.( einhvern tímann verður sú saga sögð) Nú er ég í sömu sporum og mamma, Svanfríður fylgdi sinni ást og býr í sömu tímalengd og tók okkur mömmu að keyra á milli! Nú eru litlir strákar í spilinu mínu, en þar er ég mömmu fremri, því nú er tæknin....Allt í beinni vegna Skype.....Vegna tækninnar fylgist ég nú með ferðum litlu fjölskyldunnar á ferðalagi í Washington DC. Svanfríður bókstaflega stamaði af áhuga þegar ég heyrði í henni í dag, og er ég orðin jafn spennt og hún af allri upplifuninni, en öfunda þau ekki að keyra sína 15 klukktíma heim aftur. Já kæru bloggvinir, ég þeytist í tíma og rúmi í tilfinningaflóði liðins árs og finnst það gott. Er nefnilega úthverf og líður vel með það. Ég óska ykkur öllum gleðilegs árs með þökk fyrir innlitið. Ég á ennþá nóg með kaffinu, svo verið velkomin sem fyrr. Úr þessu undarlega ferðalagi sendi ég áframhaldandi ferðakveðju... Hittumst heil á nýju ári.....
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
14 ummæli:
Gleðilegt ár Gulla mín, og takk fyrir "samveruna" á árinu, sem er að líða.
Kv,
B
Hallo elsku mamma=live from Washington,sko!!! Vid saum Lincoln,Hvita husid, islenska rigningu (thad rignir odruvisi her en i Illinois),Minnisvarda latnu hermannanna ur Vietnam, hittum svo Disu og Ken i kvold,eg at skyr!!! sem eg keypti i dag og vid aetlum ad kaupa meira adur en haldid verdur heim>) Mjog gaman semsagt. Luf ju, heyrumst a morgun? Allir bidja ad heilsa,ykkar Svanfridur
Gleðilegt ár sömuleiðis héðan úr sveitinni!
Gleðilegt nýtt ár, kæru hjón...
sjáumst vonandi á árinu!
óska þér og þínum gleðilegs árs, takk fyrir skemmtilegu skrifin!
Þakka þér pistilinn Guðlaug mín, hann er góður eins og búast má við af þér. Þú segist enn eiga nóg með kaffinu. Ég hugsaði mikið til þín í haust þegar ég ók framhjá firðinum þínum á suðurleið, en hafði mig ekki í að gera viðvart. Vonandi verð ég kjarkaðri næsta sumar.
Ég óska ykkur allra heilla á þessu nýbyrjaða ári um leið og ég þakka þér samskiptin á gamla árinu.
Kær kveðja
Kæra Guðlaug, ég sendi ykkur mínar bestu óskir um gott nýtt ár, njótið áfram samvistanna með ykkar bestu vinum. Mikið var þetta fallega orðað hjá þér um ykkur hjónin á aðfangadag, eins og talað út úr mínu hjarta, sumir virðast eiga erfitt með að skilja það að við skulum lifa það af að vera ekki með afkomendum okkar um jólin, en það er bara svo gott að geta notið þess að vera með besta vini sínum.
Kveðjur úr langþráðri rigninu í Portúgal,
Þórunn
Gleðilegt ári :)
Kveðja Inda
Gleðilegt ár. Vona að geta haldið áramót á Hornafirði næsta ár. skjáumst síðar.
Gleðilegt árið í fjörðinn ykkar fallega..
Kærar kveðjur úr kuldanum í Groton
Gleðilegt ár kæra Gulla og takk fyrir skemmtileg samskipti á liðnu ári. Og takk fyrir fallegu pistalana þína og heimsóknirnar.
Gleðilegt Nýtt Ár til ykkar kæru hjón !
Guðrún & fjölskylda*
Elsku Gulla mín. Takk fyrir allar kveðjurnar undanfarna daga. Er búin að vera tölvulaus og ekkert getað litið inn á síðuna þína.
Er komin í vinnu og farin úr náttbuxunum :)
En gleðilegt nýtt ár og takk fyrir samskiptin á árinu sem var að líða. Hlakka til þess að lesa enn fleiri skemmtilega pistla frá þér á nýja árinu.
Sjáumst svo þegar ég kíki á Hornafjörð, hvenær sem það verður. Vonandi þó fljótlega.
Bestu kv. Elsa Lára.
Gleðilegt ár og takk fyrir það gamla.
Skrifa ummæli