sunnudagur, 4. janúar 2009
Nú árið er liðið...
Já það er liðið og kemur ekki til baka. Ég óska öllum sem hingað koma gleðilegs árs og friðar með kærri þökk fyrir liðið ár. Ekki ætla ég að bæta um betur við upprifjun ársins 2008, en þrátt fyrir óreglu og óáran í vetrarbyrjun leið árið sem að mér sneri nokkuð vel. Byrjaði að vísu með látum þar sem ég bókstaflega fauk milli Hafnar og Reykjavíkur nokkrum sinnum að láta lappa upp á hnéð. Allt fór síðan í góðan gír og hélst þannig. Margt skemmtilegt gerðum við bestimann, og litla fólkið okkar úr bláa húsinu dvaldi hér í nokkrar vikur. Það stendur uppúr. ---Nú er jólafríið mitt á enda runnið og hef ég sjaldan ef nokkurn tímann haft það eins rólegt og gott yfir hátíðarnar. Varla farið úr þeim þverröndóttu nema af brýnni nauðsyn. Lesið amk. 10 bækur, spilað kasínu og scrabbl, og ráðið hálft annað tonn af krossgátum, eða þannig. Etið rjúpur, hangikjöt, hamborgarhrygg, ferskan lambahrygg og humar svo fátt sé nefnt. Mér hálfpartinn klígjar við þessa upptalningu. Á morgun byrjar raunveruleikinn aftur og ef ég er ekki úthvíld núna verð ég það aldrei. Ég hlakka bara til. Ég hlakka líka til að fara að skipuleggja ferð vestur um haf, (stundaskrá okkar bestimann verður grandskoðuð)hlakka til þegar daginn fer að lengja og hlakka til að fara út í hvern dag (vonandi) með bros á vör. Ég semsagt hlakka til að lifa lífinu áfram. Vonandi með hækkandi sól geta fleiri og fleiri tekið undir með mér. Þar til næst.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
11 ummæli:
Þú allavega hefur góða skapið og bjartsýnina til þess að gera árið í ár eins og áður, að góðum árum.Luf jú:)
Það er ekki hægt annað en komast í gott bjartsýnisskap við að lesa þennan pistil. Svona eiga sýslumenn að vera.
Bestu kveðjur til ykkar bestimann,
Þórunn
hahahaha-sýslumenn!
já það var illa erfitt að draga niður náttbuxurnar og kveðja þær, svona yfir hábjartann daginn allavega!
gleðilegt nýtt ár til ykkar - sjáumst vonandi í vor...
Gleðilegt ár, þetta var engin smá upptalning af mat:)
Gleðilegt ár Gulla mín og takk fyrir ánægjulega samfylgd á liðnu ári. Megir þú alltaf hafa það sem allra best. kv. Silja
Já það er nú svo að allt tekur þetta enda og venjulegu dagarnir taka við. Sendi góðar kveðjur til þín og þinna.
Bjartsýnn og góður pistill, gott veganesti inn í nýja árið.
Ég er sammála henni Þórunni í einu og öllu. Þú vekur alltaf bjartsýni Guðlaug mín og manni líður vel eftir lesturinn á pistlunum þínum. Ég óska ykkur alls góðs á þessu nýja ári.
Kær kveðja
ÉG sakna þín. Allir sofandi hér og væri alveg til í að sitja og spjalla við þig.
Elsku Gulla mín. Óska þér og þínum gleðilegs árs og takk fyrir allt gamalt og gott :)
Og ég skal reyna að vera duglegri að blogga .... hehe.
Skrifa ummæli