þriðjudagur, 13. nóvember 2007
Nú gaman gaman er...
Fyrir ekki margt löngu ákvað ég að segja frá Gleðigjöfum, en það er kór heldri borgara hér í bæ. 1993 tók ég við stjórn þeirra og hef ekki eitt andartak séð eftir því. Það er þó allt annað að stjórna kór eldri borgara heldur en kórum með yngra fólki, maður temur sér öðruvísi vinnubrögð. Í kórnum eru um 36 vel syngjandi félagar sem skiptast jafnt í raddir. Þetta fólk, allflest, hefur sungið í kórum frá því það var barnungt og er því mjög vel með á nótunum, í öllum skilningi. Þau hafa kennt mér margt, þolinmæði, visku og tillitssemi. Það er ekki svo lítið. Frá byrjun hefur fyrrverandi píanónemandi minn, og núverandi tónlistarkennari setið við píanóið og erum við tvær sennilega gamlar sálir, allavega gefa Gleðigjafarnir okkur, á stundum, meira heldur en þeir sem yngri eru. Í þessum hópi er ekki kvartað, varla til í orðabókinni. Þegar frú stjórnandi hefur ákveðið eitthvað er það bara gott. Ég ákvað fyrir tveimur árum að gera geisladisk með söng þeirra, en það fannst þeim í fyrstu algjör óhæfa, en.....Geisladiskurinn er að verða uppseldur og hefur fengið góða dóma. Þau þurfa því alls ekki að biðjast afsökunar á því að vera syngjandi gömul! Gleðigjafar er mjög virkur kór sem hefur innanborðs 7 systkini...á aldrinum..ég veit ekki hvað...en sá elsti er flottur bassi.. níræður! Hvað varðar annað kórastarf hér þessa dagana er mikið í gangi, allsstaðar líf og fjör. Karlakórinn Jökull ætlar að klára upptökur á jóladiskinum næsta laugardag, þannig að ég er búin að fá jóla"fíling" í putta og sál.. Þyrfti að fara að baka smákökur, en er bara farin að safna í jólapakka til litlu fjölskyldunnar í bláa húsinu í Ameríku... Það er svo gaman....en mest gaman er að,,,,(nú er trommusóló) við ætlum til Ameríku í lok janúar..... Út um gluggann minn núna horfi ég á myrkrið og kyrrðina, og ég held svei mér þá að ég sjái álfa á jörðinni. Þegar stirndi á frosinni jörð sagðist Svanfríður sjá álfa... en þá var hún lítil og hafði skýringar á öllu, og vonandi kennir hún snúðunum að sjá allt sem hún sá með hreinni barnssálinni.... Hlakka til að heyra kvittið..
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
8 ummæli:
Ég get svo svarið það-ég er búin að reyna að kommenta 3 svar sinnum en það tekst aldrei!!!
Í sl.kommentum hef ég sagt þetta; þú ert að ganga inn í 15 árið með gleðilegustu gleðigjöfunum sem þýðir að í u.þ.b. 36 ár hefurðu staðið/setið fyrir framan kóra og það er sko ekki lítið. JÁNEI!
Svo til þess að tíminn þar til þið komið sé styttri að líða þá getum við bara sagt; ég á bara eftir að fara X-mörgum sinnum á túr og þá eruð þið komin:)
Svona tíðindi krefjast sko trommusólós.
Hahahha Svanfríður. Alltaf jafn-dönnuð...
B
það hlýtur að vera mjög gaman að stjórna svona kór eldri borgara, er viss um að þú ert góð í því líka:)
Ef Svanfríður sem barn hefði komist í þáttinn hans Bills Cospy´s
"kids say the darndest things" þá hefði hún slegið í gegn og verið þar sem fastur liður........
Yndislegt að þið komið í janúar og takið þátt í þorrablótinu hér, ég hlakka svo til að sjá ykkur....en þangað til mun ég fylgjast með þér hér......
Sæl vertu. Álfar og ævintýri er akkurat það sem manni dettur í hug þegar maður horfir á hrímhvíta jörðina. Yndislegt alveg hreint. Fullkomin fegurð.
Mér hlýnaði um hjartaræturnar þegar ég las færsluna þína og kom að "flotta níræða bassanum"
Kveðjur úr sveitinni
Það er ekki hægt að syngja í vondu skapi - það er nú bara þannig og sannir gleðigjafar eru þeir sem taka þátt í að synjga með manni. Og það er yndislegt að vera með kóra og ég vona að ég eigi eftir að endast eins lengi og þú í þessu starfi:O)
Gleðigjafar. Mikið er þetta flott nafn á kórnum þínum og ekki held ég að kórstjórinn sjálfur sé minni gleðigjafi.
Ég trúi því líka að það verði gleði í litla bláa húsinu þegar amma og afi birtast þar í janúar.
Ég sendi ykkur góðar kveðjur.
Skrifa ummæli