þriðjudagur, 6. nóvember 2007

Skipað gæti væri mér hlýtt...

Maður lætur nú ekki mana sig, en kvörtun á bloggleysi barst vestan frá Ameríku. Eyjólf ku hafa langað í pistil, og 6 mánaða bróðir hans tók undir með heljarmiklu awwwwi, hvað svo sem það þýðir. Kannski þýðir það aaafi! ( skýr drengurinn)--- Mér er ennþá ofarlega í huga síðasta blogg dóttur minnar, og held því fast fram sem áður að hún eigi að skrifa...skrifa. Svanfríður er á góðri leið með að "ættleiða" gyðing, og vona ég að henni takist að rita sögu hans á blað svo ekki gleymist. Fyrir mörgum árum var mér lengi samtíma á Reykjalundi maður að nafni Leifur Muller, og kynntist ég honum nokkuð vel. Leifur var fallegur maður en mjög dulur um sitt líf. Ekki vissi ég þá hvað hann hafði orðið að þola á lífsgöngunni. Það var ekki fyrr en bókin um hann kom út að ég áttaði mig á af hverju hann var svona þögull um sitt líf.-- Mér varð orða vant við lestur lífshlaupsins. Hvursu margir eru enn á lífi sem komust úr hildarleik stríðsins? Þarf ekki að skrá sögu þeirra? Ég er ekki að segja að við eigum að velta okkur uppúr eymdinni, en við megum ekki gleyma sögunni , því okkur kemur það við ef einhver þjáist. ---Í dag kveljast milljónir manna um allan heim af ýmsum ástæðum, því miður.--- Ég vildi enn og aftur að ég gæti verið með óskaprik, þá myndi ég...???---Nokkuð er um það hjá bloggurum sem ég "kíki í kaffi" til að gefa upp góðar mataruppskriftir, og sumar hef ég notað. --Takk fyrir það.-- Nú kasta ég gamalkunnri sprengju, og kommentið þið nú!-- Þar sem ég bý í humarbæ kunnum við Hornfirðingar að elda humar á marga vegu.. flottan...gómsætan...vel útlítandi, með þessu bragði, með hinu bragðinum, í skelinni, þar sem hver og einn þarf að brjóta til að verða saddur, og notum puttaskálar og fín handklæði þegar við á.--En best er: Rista brauð og smyrja á það lagi af Gunnars majonesi, (alvöru) raða eins mörgum humarskottum á brauðið og hægt er og þekja svo allan ósómann með enn meira majonesi. Með þessu drekkist blá mjólk, köld. Nú náði ég ykkur, getið þið toppað þetta? Snúðakveðja úr humarbænum.

10 ummæli:

Ameríkufari segir fréttir sagði...

Já,hugsaðu þér. Þú þekktir Leif í þá tíð en vissir ekkert hvað maðurinn hafði gengið í gegnum...þetta bara sýnir að við verðum og eigum að gefa öllum séns og ekki dæma af útliti,t.d en það eru svo allt of margir sem gera það því miður-dæma út frá steríótýpum og öðru slíku. Því við höfum ekki hugmynd um hvaða menn fólk hefur að geyma, fyrr en við gefum því séns og TÖLUM við það og hlustum. Það er svo einfald en samt virðist það vera svo flókið...heimurinn er þess sönnun.
En allavega, ég elska þig, sakna þín og hlakka til að heyra í þér næst.
Svanfríður og kúrekinn hann Eyjólfur og bróðir hans....

Védís sagði...

Ég man alltaf hvað ég fékk góðan mat hjá þér þegar ég var í reglulegum heimsóknum hjá ykkur á unglingsárunum.
Þannig af reynslu þá veit ég að það sem kemur úr þínu eldhúsi er gott.

Nafnlaus sagði...

mmmm....huuuuuumar...*slef*

nú á ég eftir að hugsa um humar í allan dag:)

Nafnlaus sagði...

Fyndið!

Okkur mömmu finnst best að borða soðinn humar, með hrikalegri, subbusósu (kokteilsósu), og auðvitað ristað brauð með. Reyndar er langt síðan við drukkum bláa mjólk...en vatnið dugar. Já, eða ískalt hvítvín.

Kv,
B

Nafnlaus sagði...

Mig hryllti nú við, Gunnars majónes á brauð?? Misjafn er smekkur manna! Alveg væri ég samt til i að fá humarinn...já eða bara einhvern góðann fisk!!
bestu kveðjur til ykkar

Nafnlaus sagði...

Ummmm. Nammi, namm. Þessi humarréttur sem þú skrifar um er æðislegur en heima hjá mér á Kirkjubraut 60 þá var hann soðinn, brauðið ristað og svo setti ég alltaf hvítlaukssalt ofan á humarinn. Pepsi Max með, ískalt. Takk, takk.
En humarpítsan hennar mömmu er rosalega góð :) Kann samt ekki uppskriftina af henni en þarf að fá hana.
Einnig humarréttur í piparostarjómasósu, það er geggjað með ný bökuðu brauði, fersku salati og hvítvíni. Nammi, namm.
Bestu kveðjur í fallega fjörðinn minn, Hornafjörð.
Kv. Elsa Lára.

Nafnlaus sagði...

Bara sma kvedja fra mer ur Danmorkinni. Eg er buin ad vera a fullu ad ganga fra husinu minu a Spani og er nu formlega flutt tadan...
Eg kann nu orugglega ekki betri humaruppskriftir en tu en VA hvad Natti litli er liku mommu sinni. Gaman ad tvi! Bestu kvedjur, Silja.

Nafnlaus sagði...

Sögunni megum við vitanlega ekki gleyma og þær eru án efa margar sögurnar sem ekki hafa verið skráðar, en mættu komast á blað. Vonandi eru líka margir í þessum töðulu orðum að skrásetja sögur fólks, sögur sem koma okkur til að hugsa um að það hafa ekki allir haft það eins gott og við.
Hvað varðar humarinn þá fékk ég strax vatn í munninn og hugsa nú bara um hvað það væri gott að fá svona alvöru humar.
Kær kveðja í fjörðinn þinn,

Nafnlaus sagði...

Humar já ... minnir mig nú bara á stelpuskott í Hagatúninu sem fannst gott að maka miklu majonesi á humarinn sem kom sjóðheitur upp úr pottinum hjá mömmu ... mmmmm

Bestu kveðjur frá Florida*

Nafnlaus sagði...

Klárt, Gunnars mæónes með humrinum og á brauðið (borðar þú aldrei samlokur með mæónessalati, Stella? :D)

Myndi hafa hvítvín með, drekk ekki mjólk.