fimmtudagur, 3. apríl 2008

Námskeið?

Bara að láta vita af mér, öllum örugglega til mikillar gleði. Hér á bæ er mikið líf og vildi ég svo gjarna vinna aðeins minna út á við, og vera meiri spretthlaupari en ég er. Snúðarnir mínir eru miklir ungherrar, fallegir, og sennilega "bestastir" hérna megin Atlandsála! Mér er nokk sama þótt lesendur séu þessu ósammála því ég VEIT betur.--- Matur: Á morgun verða fiskibollur úr dós í bleikri, lambalærin reykt og steikt hafa verið etin, einnig soðinn humar með majonesi og kaldri mjólk. Annað eins léttmeti og pizza, kjúlli og spaghetti hefur verið á borðum, og fljótlega skal á borð borið saltkjöt og baunir....túkall. Snúðar borða nokkuð vel, sá stutti aðeins betur en hinn og kjamsar vel. Lífið er gott. Allir sofnaðir í bænum og ég kveð með bæn á vör. Megi allar góðar vættir vera með mínu fólki sem og öðrum. Þar til næst.

10 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Bara yndislegt, njótið nú tímans sem best (ekki að það þurfi nú að segja það tvisvar...)

Nafnlaus sagði...

Kveðja úr Kotinu. Bara endalaus sæla og gleði, alveg dásamlegt. Og auðvitað fá þau að smakka allt það besta sem íslensk matargerðarlist hefur uppá að bjóða, njótið vel. Kveðja úr +30° í Kotinu fyrir sunnan.
Þórunn

Ameríkufari segir fréttir sagði...

Til hamingju með afmælið elsku mamma mín...þú ert flott, lítur vel út og ert bara alltaf þú sjálf; bestust.

Nafnlaus sagði...

Elsku Gulla mín til hamingju með afmælið þitt. Njóttu lífsins. Kveðjur frá DK Svava og Siggi

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með afmælið, var búin að gleyma því að þú og Anton minn eigið sama fallega daginn.....
bestu kveðjur

Nafnlaus sagði...

innilega til hamingju með afmælið, kæra kona:)

Nafnlaus sagði...

Ég sendi þér síðbúna afmæliskveðju. Amma hefur líklega fengið góðan afmælissöng frá gestunum sínum.
Maður fær bara vatn í munninn við að lesa um allan matinn, humar, saltkjöt og umm.
Líði ykkur öllum vel.
Kær kveðja,

Gigja sagði...

Gaman ad lesa bloggid thitt
fer inna siduna daglega. kv Gigja

Nafnlaus sagði...

Þetta blogg "lyktar" af vellíðan.

Yndislegt.

Síðbúin afmæliskveðja verður að duga nú, kæri hrútur.

Til hamingju Gulla mín.

Kv,
B

Syngibjörg sagði...

Soðinn humar með majonesi og mjólk hm..... alltaf er maður að heyra eitthvað nýtt. Smakkast alveg örugglega mjög vel.

Til hamingju annars með afmælið kæra Gulla:O)